Hælaskór stuðla að betra kynlífi

Vandaðir hælaskór geta haft góð áhrif á kynlífið.
Vandaðir hælaskór geta haft góð áhrif á kynlífið. Unsplash.com/Najla Cam

Loksins hefur það verið staðfest að stærðin skiptir máli fyrir gott kynlíf ... bara ekki sú stærð sem vanalega er vísað til. Vísindamenn í Sjanghai hafa komist að þeirri niðurstöðu að 5 cm háir hælar séu rétta hæðin þegar kynheilbrigði kvenna er annars vegar.

Þær konur sem ganga reglulega í 5 cm háum hælaskóm eru almennt ánægðari með kynlíf sitt.

Sú upphækkun sé nægileg til þess að halla mjöðmum kvenna fram og um leið virkja grindarbotninn og auka blóðflæði til kynfæranna. Þetta kemur fram í umfjöllun The Times um málið.

Þetta gildir þó ekki um alla hælaskó. Athygli vekur að sömu áhrifa gætir ekki þegar hællinn fer yfir 5 cm í hæð. Og þetta gildir ekki um flatbotna skó. Þetta snýst alfarið um hinn gullna meðalveg. 

Enn á eftir að rannsaka hvort það sama gildir um karlmenn en þeir eiga líka að þjálfa grindarbotninn. Vitað er að margir karlmenn nota upphækkaða skó eins og til dæmis Tom Cruise, Simon Cowell og Sven-Göran Eriksson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál