Helga Möller opnar sig um framhjáhald

Söngkonan Helga Möller.
Söngkonan Helga Möller. mbl.is/Kristinn Magnússon

Söngkonan Helga Möller var í sambandi með manni í þrjú ár sem hélt fram hjá henni. Sambandinu lauk í sumar en Helga opnar sig um upplifunina í forstöðuviðtali Vikunnar. Söngkonan hefur bæði verið þolandi og gerandi. 

„Ég var búin að sjá alls konar rauð flögg en henti þeim bara frá mér. Stundum er vont að hlusta á innsæið og maður heldur að það sé betra að hunsa það en svo kom að því að ég sóttist eftir því að fá hlutina á hreint,“ segir Helga í viðtali við Vikuna um framhjáhaldið. Helga segist hafa skammast sín fyrir að hafa látið manninn koma svona fram við sig. Í dag er hún búin að skila skömminni sem var auðvitað aldrei hennar. 

Þetta eru ekki fyrstu kynni Helgu af framhjáhaldi en hún hefur áður talað opinberlega um þegar hún hélt fram hjá manni sínum fyrir mörgum árum. Hún hefur því bæði verið þolandi og gerandi. „Ég man enn þá hvernig það var þegar ég hélt fram hjá þáverandi manninum mínum fyrir rúmlega tuttugu árum og byrjaði að vera með öðrum manni. Ég hefði aldrei getað sætt mig fyllilega við að hafa gert það en ég bað hann og fjölskylduna mína afsökunar. Ég tók þá ábyrgð á gjörðum mínum,“ segir Helga um þegar hún var gerandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál