Helga Rakel greindist með MND sem dró föður hennar til dauða

Helga Rakel Rafnsdóttir kvikmyndagerðakona greindist með MND sjúkdóminn fyrr á …
Helga Rakel Rafnsdóttir kvikmyndagerðakona greindist með MND sjúkdóminn fyrr á þessu ári.

Kvikmyndagerðarkonan Helga Rakel Rafnsdóttir greindist með MND sjúkdóminn fyrr á þessu ári. Sami sjúkdómur dró föður hennar, Rafn Ragnar Jónsson tónlistarmann, til dauða en hann féll frá árið 2004 þá 49 ára gamall. Helga Rakel ræðir sín mál við Sigurlaugu Margréti Jónasdóttur í þættinum, Okkar á milli, sem sýndur verður á RÚV í kvöld kl. 20.00. Þátturinn hefur hingað til verið á dagskrá Rás 1 en færist nú yfir í sjónvarp. 

„Ég fór að stúdera svolítið hvað þetta gerðist hratt hjá honum, og fann að þetta væri að gerast aðeins hraðar svo ég áttaði mig á því að þetta væri í raun síðasta sumarið mitt á fótum,“ segir hún í þættinum, Okkar á milli. Hún segir frá því í viðtalinu að hún hafi gert allskonar hluti í sumar sem hún hefði annars ekki gert.

„Það fór að renna upp fyrir mér þegar leið á sumarið. Og þá kýldi ég á alls konar hluti sem mig hefur lengi langað að gera. Ég setti svolítið í þann gír og svo kom ég hingað í bæinn í lok sumars og þá kom svolítið sjokk.“

Hún var 13 ára þegar faðir hennar veiktist en hann lifði með MND í 17 ár. 

„Við systkinin erum alin upp við það að við vitum það að við getum fengið þennan sjúkdóm. Þannig að ég hef alltaf lifað með honum í rauninni. Við fengum smá frí, pabbi lést 2004, síðan þá eru sautján ár og nú er hann mættur aftur,“ segir hún.

Hér er Rafn Jónsson faðir Helgu Rakelar árið 2000 með …
Hér er Rafn Jónsson faðir Helgu Rakelar árið 2000 með hljómsveitinni Grafík. Með honum á myndinni eru Rúnar, Helgi og Andrea Gylfa. mbl.is/Jón Svavarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál