Hvers vegna hafa íslenskar konur svona fallega húð?

Þetta er spurning sem Jenna Huld Eysteinsdóttir, doktor í húðlækningum, fær reglulega frá erlendum tímaritum og bloggurum. 

Hennar svar er að hér á Íslandi sé minni sól sem hafi áhrif á húðina.

„Svarið er einfalt, minni sól hér á landi en í flestum öðrum löndum,“ segir Jenna en hún er viðmælandi í þættinum Heil og sæl í Sjónvarpi Símans Premium. Í þættinum sem sýndur er í kvöld er fjallað um útlitsdýrkun og skyggnst er inn í heim fegrunaraðgerða. Jenna Huld  er meðal viðmælenda og hún segir frá hvað virkar best til þess að eldast vel.

Þátt­ur­inn er sýnd­ur kl 20.10 í op­inni dag­skrá  í kvöld en öll þáttaröðin er þegar kom­in í Sjón­varp Sím­ans Premium.

mbl.is