48 ára og hugsar lítið um aldurinn

Kate Beckinsale hugsar lítið um að eldast.
Kate Beckinsale hugsar lítið um að eldast. AFP

Leikkonan Kate Beckinsale hugsar ekki mikið út í það að hún sé að eldast. Hún segir marga spyrja hana út í aldurinn en hin 48 ára gamla leikkona hefur engin svör. Hún er hamingjusamar á fimmtugsaldrinum heldur en á fertugsaldrinum en finnst í raun lítið hafa breyst. 

„Ég held að annað fólk sé með þráhyggju yfir því að eldast, sem ég er ekki með. Ég er mjög oft spur út í þetta. Um leið og ég varð 31 fóru fjölmiðlar að skrifa að ég væri að verða fertug. Og ég bara „fyrirgefðu?“ enginn sagði þetta við mig þegar ég varð 10 ára eða 20 ára,“ sagði Beckinsale í viðtali við People

„Ég er miklu hamingjusamari nú þegar ég er á fimmtusaldri heldur en þegar ég var á fertugsaldrinum. En ég hugsa samt ekki það mikið um það. Ég hugsa um það þegar fólk spyr mig, en ég held ég myndi annars ekki gera það,“ sagði Beckinsale. 

Hún segist ekki finna fyrir miklum breytingum, engum hormónabreytingum og að líkami hennar sé enn heill. Hún sér fyrir sér að þegar hún fari að finna fyrir einhverjum breytingum þá muni hún líklegast fara hugsa meira um aldurinn. 

Kate Beckinsale er hamingjusamari á fimmtusaldrinum en fertugsaldrinum.
Kate Beckinsale er hamingjusamari á fimmtusaldrinum en fertugsaldrinum. AFP
mbl.is