Gráti næst vegna líkamsímyndar sinnar

Valerie Bertinelli líður ekki alltaf vel í eigin skinni.
Valerie Bertinelli líður ekki alltaf vel í eigin skinni. Skjáskot/Instagram

Leik- og sjónvarpskonan Valerie Bertinelli reyndi að halda aftur af tárunum í myndskeiði sem hún birti á Instagram á dögunum. Valerie opnaði sig um líkamsímynd sína en hún sagðist stundum ganga í gegnum tímabil þar sem hún fyrirliti sjálfa sig.  

„Hér stend ég úti í rigningunni vegna þess að ég er að gera mitt besta til að beina huganum frá sjálfsfyrirlitningu. Ég sá mynd af mér í dag sem fékk mig til að missa allt sjálfsálit. Ég er ekki á þeim stað sem ég vil vera, sérstaklega ekki líkamlega,“ skrifaði Bertinelli við myndskeiðið. „Ég veit ekki hvort ég næ nokkurn tíma að verða eins og ég vil en ég geri mitt besta til að vera jákvæð og full af gleði. Vonandi getur líkamlegt ástand mitt fylgt með. En ég er ekki þar ennþá og á langt í land,“ sagði hún jafnframt. Fréttamiðillinn People greindi frá.  

Leikkonan hefur áður talað um brotna sjálfsmynd og lítið sjálfstraust sem hún hefur glímt við um áratugaskeið. Hefur hún unnið hörðum höndum að því síðustu ár að breyta hugarfari sínu og reynt að samþykkja og elska sjálfa sig eins og hún er. 

„Ég vigta mig ekki eins oft og ég gerði,“ sagði Bertinelli í viðtali við People fyrr á árinu. „Ég fer stundum í gallabuxur til að sjá hvernig mér líður í þeim. Af hverju þarf maður að vita hversu þungur maður er? Þetta snýst allt um hugarfarið og það sem er að gerast innra með manni.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál