Varð almennt léttari í lund, líkamlega og andlega

Kristín Amy Dyer, eigandi Dyer ehf. og verslunarinnar Tropic sem …
Kristín Amy Dyer, eigandi Dyer ehf. og verslunarinnar Tropic sem sér um innflutning og dreifingu Your Super á Íslandi.

Kristín Amy Dyer kann að gera góðgæti úr ofurfæði á jólunum. Hún tók upp á því að nota ofurfæðuna frá Rawnice í glassúrinn í staðinn fyrir matarliti úr einhverjum efnum. Það er ekki einungis heilsusamlegra heldur verður liturinn að hennar mati líka aðeins fallegri. 

Ofurfæði er á margra vörum um þessar mundir og er það engin undantekning hjá Kristínu Amy Dyer sem rekur verslunina og heildsöluna Tropic. Tropic sérhæfir sig í plöntumiðuðu ofurfæði í duftformi sem er einstaklega fljótlegt og hentugt að bæta í mataræðið fyrir aukin næringarefni og heilsufarslegan ávinning.

Flestir tengja jólin við kökur og kræsingar en að sögn Kristínar þarf það ekki að þýða að ofurfæðan þurfi að vera langt undan.

„Þessa dagana er maður óhjákvæmilega á fullu að undirbúa jólin, bæði í vinnunni og heima við. Það er mér þó kappsmál að halda góðu jafnvægi í daglegu lífi og reyni ég því að stunda reglulega líkamsrækt ásamt því að elda næringarríkan mat á kvöldin og hlusta á góða tónlist.

Þegar kemur að matargerð og bakstri á ég það til að styðjast mikið við uppskriftasíðuna Grænkerar.is og þá sérstaklega í kringum jólin. Ég reyni yfirleitt að sniðganga glúten út af heilsufarslegum ástæðum.“

Setur ofurfæði á piparkökurnar

Á mörgum heimilum fyrir jólin er vinsælt að skreyta piparkökur.

„Við tókum upp á því að nota ofurfæðurnar frá Rawnice í okkar glassúr í staðinn fyrir matarliti úr einhverjum efnum. Það er ekki einungis heilsusamlegra heldur verður liturinn að mínu mati líka aðeins fallegri.

Annað sem er afar vinsælt á mínu heimili eru ofurkúlur eða bliss balls, en hér er mín uppáhaldsofurkúluuppskrift.“

Ofurkúlur

4 tsk. Chocolate Lover mix frá Your Super

200 g steinlausar döðlur

100 g heslihnetur

20 g hafrar

salt á hnífsoddi

Í kringum hátíðirnar setur hún ofurkúlurnar í sparigallann með því að húða þær með súkkulaði og skreyta með litríku ofurfæðunni frá Rawnice.

„Ef ég sé tækifæri til að bæta við ofurfæðu, þá gríp ég það hiklaust.

Það er gaman að segja frá því en fyrsta varan í vöruúrvali hjá Tropic var kókoshnetuskálin. Áhugi minn á ofurskálum kviknaði eftir að hafa séð þær í notkun úti um allt Instagram undir „smoothie bowls“ eða ofurskálar eins og ég kýs að kalla þær. Áhugi minn á ofurskálum og „smoothie“-gerð kviknaði þá með miklum krafti og það hefur ekki verið aftur snúið síðan.

Einblínir á hreint og plöntumiðað mataræði

Samhliða ofurfæðuríkri smoothie-gerð fór hún að einblína á hreint og plöntumiðað mataræði.

„Ég fann í kjölfarið alveg gífurlega mikinn mun á sjálfri mér. Ég varð almennt léttari í lund, líkamlega og andlega. Ég á það þó alveg til að gera vel við mig inn á milli en þetta er allt spurning um að finna sitt jafnvægi.“

Jólin hennar Kristínar verða svipuð þeim sem hún átti í fyrra.

„Ég mun eyða jólunum hjá eldri systur minni en þangað kemur fjölskyldan saman og borðar dýrindismat og opnar gjafir. Ég ólst upp við hamborgarhrygg að hætti mömmu en síðustu ár hef ég verið að fikra mig áfram í að finna hina fullkomnu plöntumiðuðu jólasteik. Í fyrra varð innbakað oumph fyrir valinu en allt bendir til þess að í ár verði heimagerð hnetusteik með dýrindismeðlæti. Í eftirrétt fá margir sér ís en uppáhaldsísinn minn er svokallaður „nicecream“. Undirstaðan í „nicecream“ eru frosnir bananar til að gera ískennda áferð og síðan getur maður bætt við því sem hugurinn girnist.

Hér er hugmynd að góðum „nicecream“ sem gefur eina skál en hægt að tvöfalda.“

Pink Pitaya-ís

1,5 frosinn banani

1 dl frosnir kúrbítbitar

1 msk. Pink Pitaya-duft

2 dl frosin jarðarber

1 dl (þykk) kókosmjólk í dós

Öllu er blandað saman í blandara eða matvinnsluvél þar til þessi ískennda áferð lætur sjá sig en til þess gæti þurft að stoppa inn á milli og hræra aðeins með skeið.

Þar sem hráefnin eru svo frosin þarf maður stundum að vera smá þolinmóður en það fer vissulega allt eftir blandaranum. Ég persónulega elska Vitamix!

„Hugmynd að jólalegum toppings gæti síðan til dæmis verið karamellaðar kókosflögur, heimagert granóla, hnetusmjör eða möndlusmjör og jafnvel rifið súkkulaði.

Þessir litríku ísar eru virkilega vinsælir á meðal yngstu barnanna og er þetta tilvalin leið til að lauma fleiri ávöxtum og meira grænmeti í mataræðið hjá þeim.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál