10 vinsælustu kynlífstækin árið 2021

Ljósmynd/Colourbox

Gerður Huld Arinbjarnardóttir eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush segir að 2021 hafi verið gott ár þegar kemur að kynlífstækjum. Fólk hafi keypt sleipiefni í stórum stíl og hafi verið ófeimið við að fjárfesta á þessu sviði. 

1. Uberlube 

Uberlube er ekki kynlífstæki heldur sleipiefni. Ekkert sleipiefni hefur orðið jafnvinsælt og þetta. Um er að ræða hágæða sleipiefni sem inniheldur aðeins náttúruleg efni. Sleipiefnið er silíkonblandað sem gefur því silkimjúka áferð og góða endingu. Uberlube hefur aðeins fjögur innihaldsefni sem gerir það eitt af hreinustu sleipiefnunum á markaðnum. Það er lyktarlaust og inniheldur engin skaðleg efni eins og paraben eða ilmefni. 

2. Enora - Vive 

Enora frá Vive er einstakur nuddvöndur sem sló óvænt í gegn á árinu. Hann með tveimur mismunandi endum og býður upp á fjölbreytta örvun þar sem hægt er að nota annan endann til þess að örva breitt svæði á snípnum og hinn til þess að örva leggöng eða sníp. Enora hefur titring sem kallaður er Pulse-Wave í endanum sem ætlaður er til þess að örva sníp eða G-blett. Innan í endanum er lítil blaðka sem hreyfist taktfast upp og niður og veitir þannig einstaka upplifun.

3. Love Triangle - Satisfyer 

Sogtæki sem er bæði hljóðlátt og kröftugt. Love Triangle fer einstaklega hljóðlátt en kröftugt sogtæki sem er sérstaklega hannað til þess að veita djúpa og kraftmikla örvun á snípinn. Tækið er samblanda af léttu sogi og djúpum titring. Tækið notar þrýstibylgjutækni til þess að örva snípinn og líkja eftir unaðslegum munnmökum. Sogtilfinningin er frábrugðin annars konar örvun. Hægt er að tengja tækið við app í símanum með bluetooth og má þannig stjórna titringnum með símanum með fyrirfram tilbúnum stillingum, stillingum sem þið búið til, með tónlist eða umhverfishljóðum/takti.

4. Sam - Neo

Nett og öflug rúnkvél frá Svakom. Hún er með titringi og sogi og sér því vélin um alla hreyfingu fyrir þig. Mynstrið í mjúkri hulsunni, sem fer utan um typpið, er sérstaklega hannað til þess að veita sem mesta örvun. Hægt er að tengja Sam við app í snjalltæki. Appið er auðvelt í notkun og hefur þann eiginleika að hægt er að stjórna vélinni úr hvaða fjarlægð sem. Þannig getur þú leyft maka þínum að taka stjórnina á örvuninni.

5. Premium 2 - Womanizer

Premium 2 er háklassa sogtæki frá Womanizer og er eitt vinsælasta kynlífstæki í heimi. Tækið einkennist af gæða hönnun og framúrskarandi tækni eiginleikum. Það hefur einstaklega fallega lögun og er sérstaklega hannað með það í huga að tækið passi vel í hendi og að auðvelt sé að stjórna því. Premium 2 notar þrýstibylgjutækni sem veitir djúpa og kraftmikla örvun á snípinn. Þrýstibylgjutæknin líkir eftir léttu sogi og verður upplifunin eins og af unaðslegum munnmökum. Tækið hefur snertiskynjara og fer ekki í gang fyrr en stúturinn leggst upp við húð sem gerir það hljóðlátara en önnur sogtæki á markaðnum.

6.  Flirt - Reset 

Flirt er ein af fjórum vörum frá vörumerkinu Reset. Flirt er fullkomið fyrir þau sem vilja nett egg til að auka unað í sjálfsfróun eða kynlífi. Tækið er fyrirferðalítið egg sem er hugsað til þess að örva snípinn. Tækið er einstaklega hljóðlátt og hentar fullkomlega í sjálfsfróun eða í kynlíf á milli tveggja einstaklinga. Tækið er úr umhverfisvænu sílikoni, er vatnshelt og hentar vel fyrir byrjendur og lengra komna.

7. Trysta - Svakom 

Trysta er tvöfaldur titrari frá Svakom með tveimur mótorum og er hann sérstaklega hannaður til örvunar á næmu svæði inni í leggöngum og á sníp. Titrarinn er nettur og veitir góðan þrýsting á snípinn. Tækið er með rúllandi kúlu á endanum sem ætlað er að setja inn í leggöng eða á snípinn og veitir það enn meiri örvun og unað. Á minni endanum eru rifflur sem veita auka örvun.

8. Dream - Reset 

Dream er ein af fjórum vörum frá vörumerkinu Reset. Dream er fullkomið fyrir þau sem vilja nett bullet til að auka unað í sjálfsfróun eða kynlífi. Um er að ræða fyrirferðalítið bullet sem er hugsað til þess að örva snípinn. Tækið er einstaklega hljóðlátt og hentar fullkomlega í sjálfsfróun eða í kynlíf á milli tveggja einstaklinga. Það er úr umhverfisvænu sílikoni, er vatnshelt og hentar vel fyrir byrjendur og lengra komna. Öll tækin frá Reset hafa Reset takka sem veitir dýpri og lengri fullnægingar. 

9. Flip Orb - Tenga 

Flip Orb Strong Blue Rush er ein af fjórum múffum af Flip Orb gerðinni frá framleiðendunum Tenga. Múffurnar eru tvær í sínum flokki og hafa mismunandi mynstur að innan. Þær eru þrengri útgáfur af Flip Orb rúnkmúffunum. Þær eru frábrugðnar hefðbundnum múffum að því leyti að innan í þeim eru sérstakar Orb kúlur sem veita aukna örvun.

10. Winni - Svakom

Winni parahringurinn frá Svakom er fyrirferðalítill og er hugsaður til þess að nota með eða án maka. Með tækinu fylgir fjarstýring sem gerir notkun þess auðvelda og skemmtilega. Hringurinn auðveldar þeim sem eru með typpi að halda stinningu og getur veitt dýpri fullnægingu. Hægt er að setja hann innst á typpið í kynlífi með maka þar sem hinn endinn á tækinu leggst á og örvar snípinn.

mbl.is