Þetta gerir Linda Pé þegar hún er gagnrýnd

Linda Pé heldur úti hlaðvarpsþættinum, Lífið með Lindu Pé.
Linda Pé heldur úti hlaðvarpsþættinum, Lífið með Lindu Pé.

„Í þætti dagsins ætla ég að tala um gagnrýni. Einn stærsti ótti sem við höfum, þegar við ætlum að stíga út úr þægindarammanum og vera sýnileg, er óttinn við gagnrýni. Auðveldasta leiðin til að fá aldrei gagnrýni er að taka aldrei áhættu, að halda sig til hlés, að stækka ekki, vera alltaf sammála, andmæla engum, taka enga áhættu og ögra ekki skoðunum hópsins þíns,“ segir Linda Pé í hlaðvarpi sínu Lífið með Lindu Pé: 

Það sem þú munt læra í þessum þætti:

  • Af hverju það er eðlilegt að óttast gagnrýni.
  • Helstu ráðin mín við utanaðkomandi gagnrýni.
  • Helstu ráðin mín við sjálfsgagnrýni.
  • Af hverju gagnrýni getur verið af hinu góða.
  • Ráð mitt ef það er ekki fótur fyrir gagnrýninni.

„Einn stærsti ótti sem við höfum þegar við ætlum að stíga út úr þægindarammanum og vera sýnileg er óttinn við gagnrýni. Þessi ótti er mjög eðlilegur í ljósi þróunar okkar. Ég hef komið inn á það áður að frumheilinn þjónaði okkur hér áður fyrr en getur haldið aftur af okkur í nútímanum. Það er nefnilega svo að við höfum alveg gríðarlega mikla þörf fyrir að vera samþykkt af samfélaginu. Þetta er ein af hvötum frumheilans til að halda okkur öruggum, vera hluti af ættbálknum og fá samþykki. Að tilheyra hópi.

Þegar við ætlum að tala fyrir framan hóp af fólki, skrifa grein og birta efnið okkar fyrir alþjóð erum við að bjóða gagnrýni heim. Með því að stíga þetta skref, að þora, hættum við að vera hluti af hópnum og stöndum utan hans. Sérstaklega ef við erum að koma fram með einhverjar nýjar hugmyndir eða ný tól og verkfæri sem hópurinn eða samfélagið hefur ekki endilega heyrt af áður,“ segir Linda og bætir við: 

„Ég hef sjálf verið sýnileg í mjög langan tíma og því fengið gagnrýni í gegnum tíðina. Sem betur fer svona að mestu leyti hafa ummælin verið jákvæð í minn garð en eins og með alla þá hef ég fengið minn skerf af neikvæðum ummælum. Og þau eru nú oft og tíðum fyrirferðarmeiri. Fá meiri athygli. Fyrst þegar það var að gerast gat ég eytt dágóðum tíma í vanlíðan yfir ummælunum og ég hafði ríka þörf fyrir að svara þeim og sanna að þetta væri ekki rétt. Mér fannst ég þurfa að sanna fyrir fólki að það færi með rangt mál.

Nú hef ég þroskast og tek þessu á allt annan hátt í dag. Sú leið sem ég hef tileinkað mér og hefur þjónað mér og jafnframt gert það að verkum að ég óttast ekki gagnrýni er þessi: Ég finn sannleikann í gagnrýninni. Ef einhver segir eitthvað um mig eða skrifar eitthvað um mig þá hlusta ég eða les það og finn sannleikann í því. Um leið og ég opna mig fyrir sannleikanum fer mótstaðan burt. Ég hætti að streitast á móti gagnrýninni. Það er það sem býr til mestu ónotin. Mótstaðan og óttinn fer því að ég er opin fyrir gagnrýninni.

Hlustaðu á þáttinn í heild til að fá fleiri ráð hjá mér til að takast á við gagnrýni.
Og að lokum. Ef það er ekki fótur fyrir gagnrýninni er ég líka með ráð handa þér.“

Þú getur hlustað á þáttinn í heild sinni á hlaðvarpsvef mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál