Þjálfari Rebel Wilson leysir frá skjóðunni

Rebel Wilson æfir hjá Jono Castono.
Rebel Wilson æfir hjá Jono Castono. Skjáskot/Instagram

Hollywoodleikkonan Rebel Wilson ákvað fyrir tveimur árum að breyta lífstílnum og verða heilbrigðari útgáfa af sjálfri sér. Þjálfarinn Jono Castono er meðal þeirra sem hefur hjálpað Wilson að ná góðum árangri. 

„Fjölbreytnin í æfingunum gerir æfingarnar skemmtilegar sem þýðir að kúnnarnir mínir hafa áhuga á að klára æfinguna,“ segir Castono sem deildi æfingu með lesendum Women's Health. 

Castono lætur kúnna sína gera æfingahring sem er endurtekinn fimm sinnum. Hver æfing er endurtekin 20 sinnum í fyrsta hringnum, 14 sinnum í öðrum hring, 12 sinnum í þriðja hringnum, tíu sinnum í fjórða hringnum og fimm sinnum í fimmta og síðasta hringnum. Ekki er hvílt á milli æfinga en ein til tveggja mínútna pása er tekin eftir hvern hring. 

Áður en æfingarnar eru gerðar mælir hann með því að hita upp með því til dæmis að ganga rösklega í fimm mínútur á hlaupa bretti eða úti. 

Æfingahringur Castano:

1. Hnébeygjur og dúa. Castano mælir með því að dúa aðeins niðri í hnébeygjunni. 

2. Brú á gólfinu. Æfingin er góð rassaæfing. 

3. Framstig. Þegar búið er að stíga fram í bæði hægri og vinstri er eitt sett búið. 

4. Snerta axlir í plankastöðu. Snertu hægri öxl með vinstri hendi og öfugt. Þegar búið er að snerta hægri og vinstri öxl einu sinni er eitt sett búið. 

5. Fjallaklifur í plankastöðu. Færðu hægri fót úr plankastöðu í átt að bringu og aftur í plankastöðu. Eitt sett telst þegar búið er að framkvæma æfinguna með bæði hægri og vinstri fæti einu sinni.  

Rebel Wilson er í hörkuformi.
Rebel Wilson er í hörkuformi. Skjáskot/Instagram
mbl.is