Svona ætlar Witherspoon að massa 2022

Reese Witherspoon er búin að setja sér markmið fyrir árið …
Reese Witherspoon er búin að setja sér markmið fyrir árið 2022. AP

Leikkonan Reese Witherspoon er búin að setja sér markmið fyrir árið 2022. Í myndbandi á Instagram segist leikkonan hafa velt venjum daglegs lífs fyrir sér og því hafi hún ákveðið að setja sér markmið um að bæta venjur sínar. 

Á nýja árinu ætlar hún að byrja hvern dag á því að fá sér stórt vatnsglas. Hún ætlar einnig að fá tíu mínútur af birtu utandyra á hverjum degi, hvort sem það er í göngutúr eða frá dagsljóslampa. 

Þriðja markmiðið fyrir 2022 hjá Witherspoon er að eyða 30 til 60 mínútum í lestur, án truflunar, á hverjum einasta dagi. 

Svo stefnir hún á að vera komin upp í rúm ekki seinna en tíu á kvöldin. Hún ætlar ekki að hanga yfir sjónvarpinu á kvöldin og ná nægum svefni á hverri nóttu. 

mbl.is