Drykkja minnkar, heilinn og geðið fara upp

Guðrún Kristjánsdóttir með tómatmaska í andlitinu.
Guðrún Kristjánsdóttir með tómatmaska í andlitinu. mbl.is/Árni Sæberg

„Um hver áramót leggst heilsumiðað fólk um allan heim undir feld og rýnir í árið sem framundan er. Það er ekki byggt á lestri í kristalskúlu heldur því sem er raunverulega að malla undir yfirborðinu. Ofan á viðbrögð við heimsfaraldri í bland við mikla óvissu, eru flestir sammála um að nú sé runninn upp tími geðheilbrigðismála. Það megi líka búast við því að þurrkur fari yfir heimsbyggðina og að timburmenn minnki. Heilinn og ónæmiskerfið verða í eldlínunni. Óendanlega mikið af glæsilegum hljóðheilunarviðburðum verða á dagskrá, vönduð matarmenning, þéttbýlisbúskapur, ekki drykkja, magnaðar jurtir og meira,“ segir Guðrún Kristjánsdóttir einn af eigendum Systrasamlagsins í sínum nýjasta pistli á Smartlandi: 

Hér er stiklað á stóru um helstu heilsutrendin 2022:

Hljóðheilun fer um heimsbyggðina eins og sunnanvindur

Þó að hljóð hafi heillað menn í árþúsundir, mun hljóðheilun enn slá nýja tóna í vellíðunarheiminum árið 2022. Allt frá sérsniðnu hljóðlandslagi sem knúið er af gervigreind til endurnýjaðs áhuga á fornri tækni og hljóðböðum. Sálarhljóð (psychoacoustics) er hugtakið sem þú þarft þekkja árið 2022. Hljóðheilun í hópum er þegar orðin nokkuð vinsæl iðja en einstaklingsmiðuð hljóðböð eru ný af nálinni og margfaldur upplifunargaldur. Framsækin hótel í stórborgum eins og London, eru farin að raða upp hljóðheilunar viðburðum. Má þar nefna The Mandrake hótelið (www.mandrake.com) sem er komin með þétta dagskrá fram á vor. Hver veit nema hljóðbað sé líka besta ráðið við flug/ferðaþreytu?

Heilafóður

Svokallað MIND mataræði er að ná miklum vinsældum. Nýlegar rannsóknir sýna að með hnitmiðuðu mataræði megi draga úr hættu á alzheimer sjúkdómum um allt að 54%, sem er ekki lítið. Heilaheilsu mataræði byggir á því að borða mikið af grænmeti, taka inn sérvalin vítamín, næra sig með réttum jurtunum og borða afurðir grasfóðraðra dýra. Grænmeti sem er gott fyrir heilaheilsu er meðal annars sætar kartöflur, spínat, bláber og rófur og en líka öll B-vítamínn, sérstaklega kólín og jurtir eins og bramhi og saffran (sem eykur serótónín) og mörg andoxunarefni. Gott grænmetixmix fyrir heilann mun sennilega aldrei eiga greiðari leið í þeytinginn okkar en á þessu ári. Það blasir við.

Meiri mockteilar, þurrhreinsun og minni timburmenn

Að hugsa sér, að mockteilanir séu að koma aftur sterkt inn. Það er eins og að þeir hafi orðið vinsælir í gær. Það má sjálfsagt þakka því hversu margir drukku ótæpilega í heimsfaraldrinum. Alltént rauk áfengissala rauk upp úr öllu valdi. Nú er líklegt að margir séu búnir að fá meira en nóg og þurrhreinsun blasi við. „Edrú og forvitnir“ hugafarið mun líklega vaxa og dafna sem aldrei fyrr. Verið því viðbúin fleiri áfengislausum boðum og kokteilum en ekki síður glitrandi vinalegum hollustudrykkjum sem eru betri en þeir sem þú hefur nokkru sinni bragðað. Þeir gætu nefnilega líka innihaldið vinalega meltingargerla, altsvo nýi kokteilinn. Kombucha verður fjarri því eini holli freyðandi drykkurinn á drykkarlistanum 2022.

Vítamín og bætiefni þróast

Vítamín og bætiefnaheimurinn er æði misjafn að gæðum og stundum má setja stórt spurningarmerki við öll aukaefnin sem fylgja annars ágætum vítamínum. Fylliefni eins og sykur, tíataníum díoxíð, hveiti, steric sýra og svo mætti áfram telja. Það er ágætt fyrir okkur mörg að vita að 50% af þeim töflum/vítamínum sem eru á markaðnum í dag innihalda aukefni, lím eða bindiefni. Fyrir magra er þetta býsna dapurleg staðreynd en aðra, sem eru viðkvæmir fyrir þessum efnum, er þetta raunverulegt vandamál og getur hindrað næringarupptöku. En svona í alvöru, hver vill strá títaníum díoxíð eða steric sýru út á matinn sinn?

Margir spá því að vítamín og bætiefni fari ört batnandi og bætiefnaformúlurnar verði hnitmiðaðri en áður. Vítamínin verða örugglega vandaðri og munu endurspegla meira það sem fólk þarf raunverulega á að halda.

Þéttbýlisbúskapur

Þótt við mörg eigum okkur þann draum að búa í sveit er staðreyndin sú að byggð er ennþá að þéttast og íbúum í borgum að fjölga. Það kallar bara á eitt sem er þéttbýlisbúskapur. Óskiptan heiður af vaxandi áhuga á þéttbýlissbúskap á verslunarkeðjan Whole Foods sem hóf að rækta sveppi í verslunum sínum árið 2013 sem vakti athygli marga. Með stöðugum framförum í tækni, vaxandi áherslu á sjálfbærni og umhverfisvtund og (ekki síður) í kjölfar heimsfaraaldurs telja margir að þéttbýlisbúskapur taki heljarstökk árið 2022.

Skánandi matarmenning

Við lifum líka spennandi matartíma og mikla þróun. En um leið og „draslið“ eykst eru fleiri að verða djúpt meðvitaðir um hvað alvöru matur er. Í bráðskemmtilegu hlaðvarpsviðtali Ruthie Rogers, sem er eigandi River Café í London, við Al Gore, benti þessi fyrrum forsetaframbjóðandi og umhverfissinni á að líklega yrðu góðar matreiðslukonur og -menn helstu hliðverðir heimsins í nánustu framtíð þegar það kæmi alvöru mat. Þetta er fólkið sem spyr kolefnisporið, hvaðan maturinn kemur, er hann úðaður með eitri, lífrænt vottaður, almennilegur og allt það. Þetta er fólkið sem hjálpar okkur hinum að skilja á milli þess góða og slæma í mat á komandi árum.

Sólblómafræ

Sólblómafræ. Það er ekki nóg með að nafnið sé undurfallegt heldur eru sólblómafræ ansi næringarrík, bera hlutlaust bragð og henta mörgum í heimi allskyns óþols og ofnæma. Það er mjög líklegt hlutur sólblómaolíunnar, og - smjörsins, -ostsins og -snakksins fari stækkandi og verði kærkominn á hverju heimili' 2022. Sólblómafræ eru enda frábær uppsretta fitu, próteina, kolvetna og trefja og almennt góður orkugjafi. Svo má ekki gleyma öllum B-vítamínunum, steinefnunum og járninu. Á síðasta ári nefndi ég í samskonar samantekt að olífuolían myndi eiga sviðið 2021 sem úr varð. Ekki er ólíklegt að sólblómafræin og allir þess afurðir skori jafnhátt 2022.

Túrmerik, gula sólarkryddið

Túrmerik er svo miklu miklu meira en bara innihaldsefni í karrý. Eins og við flest höfum fengið að kynnast á undanfarn ár. Ennþá erum að koma fram rannsóknir sem styðja við hversu kyngimögnuð þessi jurt er. Túrmerik sem hefur þetta samandragandi jarðarbragð, er bólgueyðandi og hressir ónæmiskerfið en svo er það líka svo gott fyrir heilaheilsuna. Það er kominn tími til að túrmerik fái að standa jafnfætis algengustu eldhúskryddunum?. Notið það óspart á plokkfiskin sem og í kaffið. Whole Foods sem oftast með með puttan á púlsinum segir að túrmerik verði vinsælasta eldhúskryddið 2022.

Hibiscus / læknakólfur

Hibiscus er önnur jurt sem margir teneytendur dýrka og dá. Þessi jurt er einkum þekkt fyrir mikið C-vítamíninnihald og skemmtilega súrsætt bragð. Hibiscus blandast afar vel með negul, kardimommum, anís, engifer og kanil. Margir sjá hibiscus fyrir sér í öllu mögulegu, eins og gosi, heitum drykkjum, ís, jógúrt, sem síróp og í sætum molum eða í þeytinginn. Sannarlega jurt með tilgang, ef gott hráefni fær fallega meðhöndlun. Hibiscusblómið er afar fallegt og ræktað í nær öllum heimsálfum. Til eru yfir 200 afbrigði. Búðu þig undir að hibiscus æði og taktu vel á móti því.

Kalt kaffi og kaffibrugg

Það fór raunar afar vel af stað á síðasta ári og nú sér fólk endalausa skemmtilega möguleika í ýmsum ennþá flottari kaffidrykkjum. Eitthvað verður fólk að drekka ef edrú & forvitnir hreyfingin er að rísa upp, sem margir vilja meina að sé að vaxa í kjölfar ofurvímuefnavanda síðasta árs. Edrú október og þurr janúar eru búnir að festa sig í sessi og líklegt má telja að fleiri dagar eða mánuðir bætist við. Hvað varðar kalda kaffidrykki; þá verða þeir örugglega betri, skemmtilegri og exótískari eftir því sem líður á árið. Jú, vissulega heitir áfram en samt aldrei kaldari. Og vitið til; hver hetjan af annarri mun stíga fram á árinu og segjast hafa losað sig úr viðjum áfengis.

Geðheilsa og almenn vellíðan

Geðheilbrigðisáskoranir versnuðu í heimsfaraldinunum. Það varð strax ljóst í upphafi 2020. En um leið má kannski þakka Covid að geðheilbrigðismál komust loks á dagskrá. Þetta hefur hreyft við mörgum og umræðan er löngu tímabær. Nú er það verkefni stjórnvalda að tryggja aðgang að geðheilbrigðisþjónustu því það var ekki síst geðheilsa unga fólksins sem versnaði.
Trend koma og fara en geðheilbrigðismálin verða að öllum líkindum langstærsta heilsumál næstu árin, sem er löngu tímabært.

mbl.is