Ekki heillandi að drekka meira í faraldrinum

Martha Stewart segir það ekki gott ráð að drekka meira …
Martha Stewart segir það ekki gott ráð að drekka meira í faraldrinum. AFP

Sjónvarpsstjarnan Martha Stewart er ekki sammála rithöfundinum Inu Garten um að besta leiðin til að takast á við erfiða tíma í heimsfaraldrinum sé að drekka meira áfengi. Það finnst henni einfaldlega ekki heillandi ráð. 

Garten tjáði sig undir mynd leikkonunnar Reese Witherspoon sem var að gefa fólki ráð til að takast á við heimsfaraldurinn. Þar sagði Garten að sín leið væri að drekka stærri kokteila. 

„Ég er ekki sammála því að drekka meira til að takast á við hluti eins og faraldurinn. Mér finnst það ekki heillandi,“ sagði Stewart í nýlegu viðtali við People

„Mín leið er frekar að halda áfram að leggja hart að mér, reyna að vera eins skapandi og ég get og njóta tímans með barnabörnunum,“ sagði Stewart. Til að halda sér skapandi og hressri hefur Stewart komið sér upp góðri rútínu. 

„Ég er orkumikil og forvitin. Ég fer snemma á fætur á hverjum morni. Ég bý á búgarði, og lífið á búgarðinum byrjar snemma. Klukkan sjö erum við öll farin að sinna verkefnum okkar, snjókoma, rigning, sólskin, við erum hér. Dýrin bíða ekki,“ sagði Stewart.

Stewart er áttræð og hefur sjaldan verið hressari.
Stewart er áttræð og hefur sjaldan verið hressari. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál