Lottóvinningurinn er þrautsegjan

Guðbjörn Gunnarsson PCC markþjálfi hjá Lausninni fjölskyldu- og áfallamiðstöð.
Guðbjörn Gunnarsson PCC markþjálfi hjá Lausninni fjölskyldu- og áfallamiðstöð.

„„Hvernig fer ég að því að gera ekki neitt í þeim hlutum sem skipta mig mestu máli?” Ef við ölumst upp í ójafnvægi er möguleiki á að við temjum okkur snilldargáfu í því að sinna okkur ekki. Ég er allavega einn af þeim,“ segir Guðbjörn Gunnarsson PCC markþjálfi hjá Lausninni fjölskyldu- og áfallamiðstöð í nýjum pistli: 

Það að vita gerir mjög lítið. Ég hef verið að þjálfa í World Class síðan árið 2003 og hef heyrt, oftar en ég vil, orðin „ég veit“. Við homo sapiens þurfum upplifanir sem breyta heildarmyndinni til þess að við gerum einhverjar breytingar. Á sama tíma þjáumst við vegna þess að oft vitum við ekki fyrr en við vitum, það er þegar upplifunin hefur þegar átt sér stað. Ef við hlustum á líkamann þá erum við oft farin að finna í líkama okkar að við þurfum einhverja breytingu, löngu áður en hugur okkar er farin að skilja það. Albert Einstein segir „þú skynjar meira en þú skilur“. Ef við hægjum á okkur og hlustum á líkamann þá færumst við nær því að skilja betur það sem við nú þegar skynjum.

Þegar kemur að hollu líferni viljum við helst finna árangurinn strax. Þess vegna ofmetum við til skamms tíma en vanmetum til langs tíma. Þar kemur að þrautseigjunni, því hún er lottóvinningur nútímans. Með aukinni þrautseigju náum við frekar að halda út það sem við ætlum okkur að gera.

Að vera sterkur í miðjunni eru ein mestu lífsgæði sem í boði eru. Manneskja sem glímir við eymsli í mjóbaki veit það manna best. Líkaminn er háþróuð maskína sem verðlaunar vanalega með okurvöxtum. Þegar við glímum við eymsl í mjóbaki er gott að velta fyrir sér eftirfarandi spurningum: Hvað þarf ég núna til að komast á þann stað að hafa löngun til að bæta heilsu mína? Hvað myndi breytast ef ég væri hraust/ur í miðjunni? Þegar við áttum okkur á hvað það er sem við þurfum og sjáum fyrir okkur hvað það myndi gefa okkur þá geta næstu skref orðið örlítið auðveldari.

Það er nefnilega til mikils að vinna ef við veljum að hækka ránna hvað líkamann varðar. Með því að huga að líkamanum verðum við orkumeiri og almenn lífsgæði aukast til muna. Þar að auki eykst sjálfstraustið og sjálfstraust er eitthvað sem flest fólk myndi þola meira af. Þegar við setjum okkur markmið sem skipta ekki bara miklu máli heldur öllu máli, eins og að rækta líkamann okkar, þá hækkar sjálfstraustið til muna því þá komumst við á þann stað að við viljum og vitum að við getum.

Hreyfing og líkamleg virkni þarf ekki að vera flókin. Með því að gera stuttar og hnitmiðaðar æfingar og teygjur til að styrkja miðjuna getum við aukið lífsgæði okkar til muna. Talið er að á fyrstu átta vikum, sem styrktaræfingar eru gerðar, getur orðið allt að 50 % styrktaraukning. Ég hef verið svo lánsamur að sigrast á mínum bakverkjum og hef mikla ástríðu til að leggja hönd á plóginn hvað þetta varðar.

Líkamlegur styrkur er ekki allt, við þurfum einnig að fjárfesta í að ná betri tökum á huganum okkar. Til þess að ná að fylgja markmiðum okkar eftir þurfum við jafnvægi fyrir hugann vegna þess að hugurinn kallar á það sem er í huganum. Ef við fyllum hugann af hugsunum sem draga okkur niður þá sjáum við eingöngu vísbendingar um að við séum ekki að standa okkur eða að við séum ekki nógu góð. Við þurfum því að læra að rífa í beislið og beina huganum í þá átt að hann sé með okkur í liði. Því þannig náum við að komast á þann stað að framrúðan verði stærri en baksýnisspegilinn og náum frekar að sjá heildarmyndina.

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

Sigga Dögg kynfræðingur Betra kynlífs svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda