Byrjaði að drekka 13 ára og fór út á glæpabrautina

Kristján Hölluson var í mikilli óreglu sem unglingur.
Kristján Hölluson var í mikilli óreglu sem unglingur.

Kristján Hölluson er nýjasti viðmælandi hlaðvarpsins Sterk saman. Hann ólst upp hjá einstæðri móður og kynntist föður sínum ekki fyrr en 12 ára gamall.

„Mamma mín er besta kona í heimi og ég var erfiður ADHD krakki,“ segir Kristján. 

Kristján byrjaði að drekka áfengi 13 ára og um leið hófst feluleikur.

„Ég byrjaði að strax að drekka hverja helgi en mjög fljótt þurfti ég að finna önnur efni því það er erfitt að fela áfengisneyslu,“ segir hann og játar að unglingsárin hafi snúist um að fela neyslu en hann upplifði líka mikið ofbeldi og var komin út á glæpabrautina til að fjármagna neysluna. 

„Ég var alltaf að fela og á flótta undan mömmu og barnavernd, tilbúinn með hreint piss og aldrei náði mamma mér þó hún hafi alveg vitað að ég væri í virkri neyslu, daglegri.“

Eftir að Kristján kláraði meðferð um 18 ára aldur greindist hann með hrörnunarsjúkdóm sem var mikið áfall fyrir ungan strák. 

Kristján hefur brennandi áhuga á málefnum fólks sem glímir við vímuefnavanda og hefur unnið mikið í tengslum við málaflokkinn, hann hefur gert sjónvarpsþætti, unnið í gistiskýli fyrir heimilislausa og situr í stjórn SÁÁ. 

HÉR er hægt að hlusta á þáttinn í heild sinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál