Stjörnur sem njóta lífsins án áfengis

Hamingjan felst ekki endilega í því að drekka vín og …
Hamingjan felst ekki endilega í því að drekka vín og það vita stjörnurnar í Hollywood. Samsett mynd

Líf án áfengis þarf ekki að vera leiðinlegt og það vita stjörnurnar í Hollywood. Það eru margar ástæður fyrir því að fólk smakkar ekki áfengi. Á meðan sumar hafa farið í meðferð og neyðst til þess að setja tappann í flöskuna hafa aðrar nánast aldrei smakkað vín eins og fram kemur á vef Harper's Bazaar. 

Natalie Portman

Leikkonan smakkaði ekki vín fyrr en í háskóla en tók síðan ákvörðun um að drekka ekki áfengi. 

Natalie Portman.
Natalie Portman. Robyn Beck / AFP

Elton John

Tónlistarmaðurinn gekk næstum því fram af sér þegar hann var yngri og neytti áfengis og fíkniefna. Hann hætti allri neyslu fyrir rúmlega þremur áratugum. 

Elton John.
Elton John. AFP

Zac Efron

High School Musical-stjarnan fór í meðferð fyrir tæpum tíu árum og hætti að drekka. 

Zac Efron.
Zac Efron. Ljósmynd/Imdb

Bradley Cooper

Leikarinn hætti að drekka 29 ára en hann glímdi við fíknivanda. 

Bradley Cooper.
Bradley Cooper. ANGELA WEISS / AFP

Tyra Banks

Fyrirsætan segist vera fíkill í eðli sínu en hún hefur aldrei prófað fíkniefni og hefur ekki drukkið vínsopa síðan hún var 12 ára. 

Fyrirsætan Tyra Banks drekkur ekki vín.
Fyrirsætan Tyra Banks drekkur ekki vín. AFP

Kristin Davis

Leikkonan úr Beðmálum í borginni hætti að drekka þegar hún var þrítug. Hún áttaði sig á því að það fór of mikil orka í það að vera þunn og þreytt eftir að dreykkja. Hún valdi ferilinn frekar en áfengið. 

Kristin Davis.
Kristin Davis. VALERIE MACON / AFP

Rob Lowe

Leikarinn hefur verið edrú í meira en þrjá áratugi. Árið 2015 þakkað hann eiginkonu sinni fyrir að verða edrú og ganga vel. 

Leikarinn Rob Lowe.
Leikarinn Rob Lowe. AFP

Eva Mendes

Leikkonan fór í meðferð árið 2008 og hefur verið edrú síðan þá. 

Eva Mendes.
Eva Mendes. Astrid Stawiarz/Getty Images/AFP

Daniel Radcliffe

Harry Potter-leikarinn varð heimsfrægur sem barn þegar hann lék Harry Potter. Hann hætti að drekka þegar hann var nýskriðinn yfir tvítugt. 

Daniel Radcliffe.
Daniel Radcliffe. SUZANNE CORDEIRO / AFP

Blake Lively

Hollywood-leikkonan drekkur ekki vín og segist hreinlega ekki langa til þess að drekka vín. 

Blake Lively.
Blake Lively. ANGELA WEISS / AFP

Jennifer Hudson

Leikkonan hefur aldrei drukkið vínsopa á ævinni. Hún segist aldrei hafa haft áhuga og veit að enginn trúir því en þannig er það. 

Jennifer Hudson.
Jennifer Hudson. Patrick T. FALLON / AFP

Lana Del Rey

Söngkona átti erfitt með áfengi þegar hún var unglingur. Hún varð edrú fyrir tvítugt. 

Lana Del Rey.
Lana Del Rey. Amy Sussman/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál