„Ég var feitur með gleraugu og passaði ekki inn í hópinn þeirra“

Hlynur Kristinn Rúnarsson stýrir hlaðvarpinu Það er von. Hér er …
Hlynur Kristinn Rúnarsson stýrir hlaðvarpinu Það er von. Hér er hann með Brynjari Loga sem er 19 ára.

Brynjar Logi Kristinsson er nýjasti viðmælandi hlaðvarpsins Það er von. Hann er 19 ára strákur úr Kópavoginum sem deilir reynslu sinni af alkohólisma en hann hefur verið edrú í tvö ár. 

„Ég passa alls ekki inn í skólakerfið, ég geri það ekki ennþá,“ segir Brynjar í þættinum. Skólaganga hans hefur verið erfið en hann hefur skipt oftar um skóla en margir. Það gerðist yfirleitt eftir að vinir hans komust að því að hann væri kominn út í eitthvað rugl. 

„Ég var feitur með gleraugu og passaði ekki inn í hópinn þeirra, en þeim fannst ég bara fyndinn og skrítinn.“

Allt í einu var hann orðinn vinsæll og hann lýsir því hvað það hafi verið góð tilfinning þótt það hafi ekki enst lengi. 

Í nýja skólanum var Brynjar fljótur að mana jafnaldra sína í að koma að reykja með sér og segir hann að það hafi vakið einhverjar spurningar um hvort að þetta hafi verið skólinn, kannski hafi þetta bara verið hann því „efnin eltu mig“. Hann axlar fullri ábyrgð á því að það hafi verið sjálfhverfur hvati á bakvið það að fá aðra til þess að reykja, hann hafi einfaldlega ekki nennt að reykja einn. 

Neyslan hélt áfram að þróast og það tók ekki langan tíma fyrir Brynjar einangra sig með efnin sín og að koma sér í stórar skuldir við heildsala. Hann hélt uppi grímu og reyndi að viðhalda henni en það hreinlega gekk ekki til lengdar. Það vissu allir í MK að hann væri á vafasömum stað í lífinu. 

Það er ekki fyrr en Brynjar missti vinnuna sem hann fer inn á Vog á bangsadeildina. Honum þótti það algjörlega fáránlegt að móðir hans væri að stinga upp á því að hann ætti að fara á Vog, það væri fyrir fíkla en ekki hann. Vogur tók heldur betur óvænta beygju þegar

„Ég fór að segja [hinum einstaklingunum í meðferð] hvað ég væri mikið kallinn,“ segir hann og áður en hann vissi af var hann búinn að láta koma með efni á Vog og allt fór í steik þegar komst upp.

„Ég verð ekki edrú þarna.“ 

Foreldrar Brynjars borguðu skuldirnar hans en þá var hann orðinn hræddur. Heildsalarnir voru farnir að láta sjá sig í vinnunni hjá honum og voru að leita að honum. 

„Þetta var svo mikil skömm að þau þyrftu að borga,“ segir hann en það var ennþá ekki nóg til þess að Brynjar yrði edrú heldur breytti hann um neyslumynstur og hvaða efni hann seldi. 

Andlega vakningin og hvatinn til að verða edrú kom upp í sumarbústað þar sem Brynjar átti samtal við sjálfan sig. Hann hafði legið í rúminu í nokkra daga og virtist hafa fengið nóg af sjálfum sér. Hann sá að það væri engin framtíð í neyslu, þannig áorkast ekkert. 

„Ég hef verið edrú síðan þá.“

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni á hlaðvarpsvef mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál