Allt annar eftir að sána og kaldur pottur bættust inn í rútínuna

Jafet Egill Gunnarsson grunnskólakennari í Smáraskóla í Kópavogi hugsar vel um heilsuna. Hann fann mikinn mun á eigin líðan þegar hann fór að stunda sánu og kalda pottinn í Álftaneslauginni en þangað mætir hann þrisvar til fimm sinnum í viku. Hann lærði að fara í sánu þegar hann bjó í Svíþjóð. 

Jafet er alinn upp í Smáíbúðahverfinu í Reykjavík en flutti svo í Breiðholtið og ólst upp á meðal villinganna þar að eigin sögn. Hann segir að þetta hafi verið yndislegur tími, hann hafi þroskast mikið og uppgötvað nýjar hliðar á sjálfum sér. Eina neikvæða við þetta tímabil er að hann byrjaði að reykja og fékk asma í kjölfarið.

„Ég byrjaði að reykja 13-14 ára en hætti að vísu 18 ára gamall. Reykingarnar komu sér mjög illa fyrir mig og fékk ég asma í kjölfarið. Ég stundaði fótbolta með Leikni í öllum yngri flokkum upp í meistaraflokk og hef alltaf verið mjög duglegur að hreyfa mig auk þess sem ég hef stundað alls konar íþróttir; útihlaup, skíði, borðtennis, hálendisgöngur, tennis, karate og veiði. Ég er enn virkur í „old boys“-fótbolta með félagsskap Víkinga frá Ólafsvík,“ segir Jafet.

Hann er bakari að mennt og lærði iðnina í Breiðholtsbakaríi fyrir margt löngu. Síðan lá leiðin til Danmerkur að læra konditorí í Ringsted í Óðinsvéum.

„Á mínum yngri árum fór ég í atvinnuleit til Svíþjóðar á vegum Nordjobb sem er sameiginleg atvinnumiðlun fyrir ungt fólk á Norðurlöndunum. Í Svíþjóð byrjaði ég að fara í sánu og lærði gæði og heilsufarslega innlögn þess fyrir líkamann. Nú síðustu árin hef ég endurhugsað allar mínar framkvæmdir íþróttalega séð og reyni að hafa fjölbreytileikann að leiðarljósi svo að hreyfingar mínar hafi ekki slæm áhrif á líkamlegt heilbrigði mitt,“ segir hann.

Í nokkur ár stundaði hann útihlaup en þurfti svo að breyta um takt.

„Það má segja að ég hafi hlaupið yfir mig því ég þurfti alltaf að bæta við kílómetrafjöldann og að endingu var ég kominn með álagsmeiðsli út af of miklu álagi á hásinarnar. Síðastliðin þrjú árin hef ég farið þrisvar til fimm sinnum í viku í Álftaneslaugina þar sem ég hef aðallega farið í sánu og kaldan pott. Fyrir tveimur mánuðum bætti ég inn í dagskrána að synda og stunda líkamsrækt þar í lauginni. Aðstaðan á Álftanesi er frábær og hlýlegt viðmót bæði frá þeim sem stunda laugina og þeim sem vinna þar.“

Það sem hann hefur lært af þessu er að líkamsræktin þarf að vera fjölbreytt.

„Samfara því að fara í sánu og kaldan pott er skrokkurinn allur annar, ég finn nánast aldrei fyrir neinum eymslum í honum.“

Hvað gerir þú á hverjum degi til að hafa það sem best?

„Til að dagurinn sé sem bestur í mínum huga verður gott mataræði, svefn og hreyfing að falla innan ramma hans.“

Jafet Egill Gunnarsson er hér ásamt dóttur sinni.
Jafet Egill Gunnarsson er hér ásamt dóttur sinni.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál