„Ég veit ekki hvað passar á mig lengur“

Viola Davis.
Viola Davis. AFP

Óskarsverðlaunaleikkonan Viola Davis hafði orð á því í spjallþætti Jimmy Kimmel að hún ætti erfitt með að stjórna þyngdinni. Hún kennir bæði aldrinum og víndrykkjunni í kórónuveirufaraldrinum um.

Davis mætti í fallegri grænni dragt í þátt Kimmel og hrósaði spjallþáttastjórnandinn leikkonunni fyrir fötin. „Einhver klæddi mig í föt í dag og ég er ánægð með að þau passa. Ég varð 56 ára og ég veit ekki hvað passar á mig lengur,“ sagði Davis. 

Hún sagði að allt hefði breyst þegar hún varð 56 í fyrra. „Allt verður breiðara, þéttara en málið er að ég hreyfi mig,“ sagði Davis. Hún segist stíga á vigtina, fara af henni, endurtaka leikinn nokkrum sinnum og verða svo mjög reið. 

Viola Davis með Óskarinn.
Viola Davis með Óskarinn. AFP/Mark RALSTON

„Ég held að þetta hafi eitthvað með þessi stóru glös af áfengi að gera sem ég drakk í faraldrinum,“ sagði Davis. Hún fór meðal annars reglulega á tekílafundi með vinkonum sínum á fimmtudagskvöldum. 

Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá viðtalið í heild sinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál