„Þú þarft hvíld til að öðlast fyllingu“

Guðni Gunnarsson, leiðbeinandi og lífsþjálfi hjá Rope Yoga-setrinu, hvetur þig til að huga að hvíldinni. Vegferðin að velsældinni og ástúðinni er í grunninn einföld en þú þarft að nýta verkfærin sem þér eru veitt. 

„Notið svefninn til þess að þjálfa þakklætið,“ segir Guðni og hvetur þig til að taka ekki viðnámið með þér í svefn og draumaheima. „Þegar þú ert þakklát mannvera þá getur þú hvílst, notið og þegið á allt öðrum forsendum.“

Hvíldin er síðasta áskorun þessa 14 daga ferðalags sem Guðni hefur boðið lesendum mbl.is upp á síðastliðnar tvær vikur. Einföld skref í átt að vellíðan og hamingju er hægt að tileinka sér um aldur og ævi, út eilífðina. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál