Áfengisneyslan eyðilagði ekki ferilinn

Leikkonan Nicole Kidman og tónlistarmaðurinn Keith Urban hafa verið gift …
Leikkonan Nicole Kidman og tónlistarmaðurinn Keith Urban hafa verið gift síðan 2006. AFP

Sveitasöngvarinn Keith Urban er feginn að edrúmennska hans hafi ekki eyðilagt glæstan tónlistarferil hans. Urban setti tappann endanlega í flöskuna árið 2006 en hann hefur farið í meðferð tvisvar sinnum á síðustu 24 árunum. Hann segir í viðtali við The Sunday Times að í kjölfarið hafi hann þurft að finna nýja og öðruvísi leið í lífinu. 

Urban, sem er frá Ástralíu, fór fyrst í meðferð í Nashville í Bandaríkjunum árið 1998. Tæpum áratug síðar fór hann aftur í nokkurra mánaða meðferð á Betty Ford miðstöðinni að ósk eiginkonu sinnar, Nicole Kidman, en henni giftist hann árið 2006. 

„Ég er svo feginn að það breytti engu fyrir tónlistina mína. Ég samdi fullt af vinsælum lögum þegar ég var fullur. Ég skrifaði fullt þegar ég var edrú. Mér finnst ég vera heppinn að þetta hafi ekki haft áhrif á sköpunargáfu mína,“ sagði Urban. 

Urban segir að Kidman hafi í raun bjargað honum og breytt lífi hans. Þegar hann fór aftur í meðferð gerði hann sér grein fyrir að hann væri alkahólisti. 

„Pabbi minn var alkahólisti, ég ólst upp á alkahólísku heimili og það tók mig langan tíma að átta mig á því að ég væri eins gerður. Ég tala ekki mikið um það, því ég vil að aðdáendur mínir getu vara komið, hlustað á mig og skemmt sér. Ég hef ekkert á móti fíkniefnum eða áfengi. Allir gera bara það sem þeim líður vel með,“ sagði Urban.

Urban segir að Kidman hafi bjargað lífi hans og breytt.
Urban segir að Kidman hafi bjargað lífi hans og breytt. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál