Kom sér í fantaform fyrir mynd Sjóns

Leikarinn Alexander Skarsgård þurfti að koma sér í gott form …
Leikarinn Alexander Skarsgård þurfti að koma sér í gott form fyrir myndina The Nortman. Sjón samdi handritið. Samsett mynd

Hollywoodstjarnan Alexander Skarsgård lagði mikið á sig til þess að líta vel út á hvíta tjaldinu í kvikmyndinni The Northman. Þjálfarinn hans, Magnus Lygdbäck, segir að rétt næring skipti ekki síður máli en strangar æfingar. 

Hlutverk Skarsgård er líkamlega krefjandi en kvikmyndin gerist á Íslandi á 10. öld. Íslenska skáldið Sjón samdi handrit myndarinnar ásamt leikstjóranum Robert Eggers. 

„Ég var svo spenntur,“ segir Lygdbäck um þjálfunina í viðtali við Men's Health. Hann segir alltaf gaman að vinna með leikaranum. Þjálfarinn segir stjörnuna duglega, með góð gen auk þess sem Skarsgård kvartar aldrei. 

Það skiptir máli að borða rétt og vill einkaþjálfarinn ekki gera upp á milli æfinga og mataræðis. „Þú þarft að vera með bæði atriðin á hreinu. Þú getur ekki æft og borðað óhollt og búist við að sjá árangur. Þú getur hlaupið maraþon en þú færð ekki sjáanlega magavöðva þannig,“ segir þjálfarinn.

Alexander Skarsgård á frumsýningu The Northman í Los Angeles.
Alexander Skarsgård á frumsýningu The Northman í Los Angeles. AFP/Michael Tran

Skarsgård borðaði frá 3.200 kaloríum yfir í 3.700 kaloríur á dag þegar hann var að undirbúa sig fyrir tökur. Hann æfði einnig mjög mikið.

Lygdbäck segist vera spenntari fyrir næringarinnihaldi en að telja kaloríur. Hann leggur áherslu á að kúnnar sínir borði rétt innihald af prótíni, fitu og kolvetnum. „Ég legg áherslu á að borða á þriggja tíma fresti. Alex borðaði fimm máltíðir á dag. Það gekk mjög vel, ef hann hefði borðað þrjár máltíðir á dag hefði hann lést.“

Einkaþjálfarinn Lygdbäck mælir ekki með öfgum, hvorki í mataræði né æfingum. Þrjár máltíðir af tuttugu ætti fólk að leyfa sér að borða það sem það vill. „Ekki æfa sjö sinnum í viku, fimm sinnum er flott. Finndu eitthvað sem þú elskar að gera, eitthvað sem líkami þinn þarf á að halda, eitthvað sem þú vilt verða góður í og verða betri. Reyndu að hugsa heildrænt,“ segir þjálfarinn. 

Hér má sjá stiklu fyrir myndina. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál