Konur á breytingaskeiðinu oft á meiri krossgötum en þær átta sig á

Hanna Lilja Oddgeirsdóttir læknir.
Hanna Lilja Oddgeirsdóttir læknir.

Hanna Lilja Oddgeirsdóttir læknir er gestur hlaðvarpsins Saumaklúbbsins í þessari viku. Hún er að opna nýja klíník, Gynamedica, lækninga og heilsumiðstöð fyrir konur sem býður upp á heildræna fræðslu, ráðgjöf og meðferð fyrir konur á breytingarskeiði.

Hanna Lilja segir segir að í mörgum löndum í kringum okkur séu klíníkur sem einbeita sér á þverfaglegan hátt að breytingaskeiði kvenna og að aðstoða konur við að komast í gegnum þetta tímabil lífs síns á sem þægilegastan hátt. Það sé hinsvegar draumur hennar að íslenskar konur geti leitað sér aðstoðar á svona stað þar sem mögulega sé að finna lækna, hjúkrunarfræðinga, sjúkraþjálfa, sálfræðinga og jafnvel næringarfræðínga.

„Það er margt sem getur komið upp á á þessum tíma og oft er þetta tími þar sem maður svona stoppar aðeins og bara. Já heyrðu – bíddu hvar er ég eiginlega stödd í lífinu mínu? Og hvert vil ég fara og margar standa á svona svolítið tímamótum og þá eru lausnin kannski ekkert bara að fara til læknis og fá hormóna,“ segir Hanna Lilja og segir að upplifun og líðan kvenna á breytingaskeiðinu geti verið allskonar. 

Hanna Lilja útskrifaðist sem læknir frá Háskólanum í Kaupmannahöfn árið 2013 og hefur stundað sérnám í kvensjúkdóma- og fæðingalækningum bæði í Danmörku og á Íslandi. Hluta námsins ákvað hún að taka á Heilsugæslunni og hitti þar margar konur sem voru að glíma við margvísleg sállíkamsleg vandamál. Þá kom í ljós við frekari skoðun að í mörgum tilfellum virtust þessi vandamál tengjast breytingaskeiðinu. Þetta vakti áhuga Hönnu Lilju á að skoða þetta tímabil í lífi kvenna betur og finna út möguleika til að hjálpa konum að takast á við þær áskoranir sem fylgja þessum breytingum.

Hægt er að hlusta á þáttinn á hlaðvarpsvef mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál