Situr fyrir nakin á forsíðu

Bandaríska leikkonan Hilary Duff. (Mynd: VALERIE MACON / AFP)
Bandaríska leikkonan Hilary Duff. (Mynd: VALERIE MACON / AFP) AFP

Leikkonan Hilary Duff situr nakin fyrir á forsíðu tímaritsins Women's Health. Hún minnist þess að hafa fundið fyrir pressu til þess að vera í ákveðni stærð þegar hún var yngri. Þetta álag varð til þess að hún glímdi við átröskun þegar hún var 17 ára.

Í dag er hún stolt af líkamanum sínum og hefur engan áhuga á því að fylgja óraunhæfum staðalímyndun í Hollywood.

„Ég er stolt af líkamanum mínum, ég er komin á þann stað að ég sætti mig við allar þær breytingar sem líkaminn hefur gengið í gegnum,“ segir leikkonan.

Duff er þriggja baramóðir. 

„Ég er orðin 34 ára og hef öðlast mikla virðingu fyrir líkamanum mínum. Hann hefur farið með mig þangað sem ég vil vera, búið til fallegu fjölskylduna mína. Því eldri sem ég verð því sáttari er ég í mínu eigin skinni. Það er magnað fyrir mér hvað kvenlíkaminn getur farið fer í gegnum mikið,“ segir hún stolt.

Hún fann ekki fyrir þessu stolti fyrr en eftir að hún átti yngsta barnið sítt. Hún fann fyrir styrk í því að verða móðir aftur eftir að hafa gengið í gegnum skilnað.

„Þegar andlega hliðin er sterk er auðveldara að líða betur með líkamann sinn. Það leggja allir svo mikla vinnu í að líta vel út að utan, fara í ræktina, hárlengingar, augnháralengingar, hárgreiðslur og fegrunar aðgerðir og annað slíkt. Ég vil vinna í mér að innan. Það er mikilvægasti hlekkurinn í öllu kerfinu,“ segir Duff.   

Duff deilir myndum úr blaðinu á Instagram.

View this post on Instagram

A post shared by Hilary Duff (@hilaryduff)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál