Elskar að æfa allsnakinn

Leikarinn Christopher Meloni er með sérþarfir.
Leikarinn Christopher Meloni er með sérþarfir. AFP

The Law & Order-leikarinn Christopher Meloni finnst best að æfa nakinn. Hinn 61 árs gamli leikari er svo heppinn að vera með heimarækt og fær þar útrás fyrir þá þörf að æfa berrasaður. 

Hollywood-stjarnan þolir ekki menn sem æfa berir að ofan í líkamsræktum ætluðum almenning. Reglurnar gilda hins vegar ekki um líkamsræktaraðstöðuna heima hjá honum. „Ég æfi nakinn. Þetta er ræktin mín,“ sagði Meloni í viðtali á vef People. Hann segist geta gert hvað sem hann vill í ræktinni sinni. 

Hann tekur áhættu með því að æfa nakinn og segist ekki draga fyrir gluggana. „Og mér finnst það allt í lagi. En konunni minni finnst það ekki.“ Hjónin æfa stundum saman en hann kýs að vera í friði. „Þetta er eins og að trufla munk sem er að sinna sínu.

Leikarinn er í afar góðu formi og grínast með að hann geti drepið flugu með rasskinnunum. Hann heldur sér í formi með því að æfa í 80 mínútur á dag. Á æfingum boxar hann meðal annars hoppar og gerir upphífingar. Tíminn í ræktinni snýst um svo miklu meira en líkamlegt form fyrir Meloni. Hann segir æfingarnar vera samblanda af meðferð, kirkju og hugleiðslu. 

View this post on Instagram

A post shared by Chris Meloni (@chris_meloni)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál