Þrennt sem gerir þig ellilegri

Það er margt sem við berum á húðina sem gerir …
Það er margt sem við berum á húðina sem gerir okkur ekki gott. Unsplash.com/Humphrey

Það er þrennt sem gerir húðina ellilegri að sögn snyrtifræðingsins Rebeccu Green. 

Green segir að margir noti snyrtivörur af lágum gæðum sem innihaldi efni sem fara illa með húðina. „Flestir nota vörur sem innihalda alkóhól. Það er aðeins gott í drykki á laugardagskvöldum, ekki á húðina. Það skýtur skökku við að maður passi það sem maður lætur ofan í sig, telji hitaeiningar og svo framvegis en hafi svo ekki fyrir því að lesa innihaldsefni þeirra fjölmörgu snyrtivara sem maður setur á húðina.“

Þá bendir hún á að forðast allt sem innihaldi „mineral oil“ eða hráolíu. 

„Þetta hljómar eins og sjávarafurð, beint úr hafinu, lífrænt og gott, en svo er alls ekki. Þetta er í raun bara vaselín eða hráolía (e. petroleum oil) og ekki setur maður það á húðina.“ 

„Húðin er stærsta líffærið. Hún sér um að hreinsa líkamann og það, að setja olíur eins og vaselín á húðina, er eins og að setja plastfilmu á húðina. Húðin nær ekki að anda eða virka eins og hún á að gera.“

Loks segir Green að margir geri þau mistök að nota ekki sólarvörn, C-vítamín og retínól.

„Þetta er það sem örvar kollagenmyndun í húðinni og hægir á öldrun hennar. Þá fær maður einnig aukinn ljóma í húðina.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál