Þess vegna áttu ekki að pissa í sturtu

Enginn ætti að pissa í sturtu. Af augljósum ástæðum sem …
Enginn ætti að pissa í sturtu. Af augljósum ástæðum sem og heilsufarslegum ástæðum. Unsplash.com/Chandler Cruttend

Svo virðist sem nógu margir stundi þann ósið að hafa þvaglát í sturtu til þess að læknar og sérfræðingar þurfi að hafa orð á skaðleg áhrif þess. Margir læknar hafa til dæmis notað samfélagsmiðla til þess að vekja athygli á þessu vandamáli og hvetja fólk til þess að hætta þessu undireins.

Þvagfærasérfræðingurinn Teresa Irwin segir að það að tæma þvagblöðruna í sturtu skapi neikvæð tengsl á milli rennandi vatns og það að þurfa að pissa. 

„Þú munt þá þurfa að pissa í hvert sinn sem þú heyrir í rennandi vatni. Ekki bara þegar þú ert í sturtu heldur líka þegar þú ert að þvo hendurnar, vaska upp eða hvað sem er. Þá vill blaðran tæma sig því líkaminn er svo vanur að heyra rennandi vatn á meðan verið er að pissa,“ segir Irwin.

Það að vera stöðugt fastur í þeim vana að þurfa að pissa í sturtu fær heilann til að tengja við rennandi vatn og þvaglát. Þú ert þá óviljandi að skilyrða líkamann til að pissa um leið og þú heyrir í rennandi vatni. 

„Fyrir suma er þetta bara pirrandi en fyrir aðra sem glíma kannski við veikan grindarbotn þá getur þetta verið þeim mjög til ama.“

Þá benda sérfræðingar á að það sé ekki gott fyrir konur að pissa standandi en þá er hætt við að þvagblaðran tæmist ekki að fullu.

„Fólk sem fæddist í karlmannslíkama hefur blöðruhálskirtil sem styður við þvagblöðruna og gerir þeim betur kleift að pissa standandi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál