„Kynlíf var ekki hluti af sambandinu okkar“

Tommy Fury og Molly Mae-Hauge.
Tommy Fury og Molly Mae-Hauge. Skjáskot/Instagram.

Raunveruleikastjarnan og frumkvöðullinn Molly Mae-Hague opnaði sig á dögunum um erfiðleika tengda endómetríósu sem er krónískur, fjölkerfa og fjölgena sjúkdómur sem getur valdið miklum sársauka. Hún talaði fyrst um sjúkdómsgreiningu sína í fyrra og hefur sýnt ör eftir aðgerðir sem hún hefur gengist undir til að draga úr einkennum. 

Molly Mae-Hauge og kærasti hennar, Tommy Fury, kynntust í raunveruleikaþáttunum Love Island, en parið endaði í öðru sæti í fimmtu þáttaröð og hefur ást þeirra blómstrað síðan. Daily Mail greindi frá því að í nýrri bók Mae-Hauge, Becoming Molly-Mae fjalli hún meðal annars um það hvernig ástarlíf hennar og kærastans minnkaði í kjölfar sjúkdómsins. 

View this post on Instagram

A post shared by Molly-Mae Hague (@mollymae)

„Áður en ég kynntist Fury stundaði ég í raun ekki kynlíf, svo ég hélt að það væru ekki nein önnur vandamál fyrir utan mikla túrverki,“ sagði Mae-Hauge. „Ég þjáðist af hræðilegum sársauka, mér fannst bókstaflega eins og verið væri að stinga mig í magann.“

Skjáskot/Instagram.

Hún segir kynlíf ekki hafa verið hluta af sambandi hennar og Fury, en hún segir næturnar hafa verið sérlega erfiðar þar sem hún hafi oft verið hrædd um að hún myndi ekki vakna vegna ógurlegs sársauka. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál