Hætti með kærastanum og lifir sínu besta lífi

Stundum eru kærastar til einskis nýtir og betra að losa …
Stundum eru kærastar til einskis nýtir og betra að losa sig við þá. Skjáskot/Instagram

Helena Hara er 27 ára einkaþjálfari sem fann sig ekki fyrr en hún hætti með kærastanum en hann hafði alltaf dregið úr henni andlega.

„Hann sagði að ég gæti aldrei orðið grönn, það myndi bara aldrei gerast og þá áttaði ég mig á því að ég væri í mjög óheilbrigðu sambandi,“ segir Hara um tímann sem hún ákvað að taka af skarið og setja sjálfa sig í fyrsta sætið.

Ég var 21 árs og át skyndibita fjórum sinnum í viku og át snakk og súkkulaði þess á milli. Á þessum tíma var ég að byrja að vekja athygli á samfélagsmiðlum og hafði grennst eitthvað. En það var eins og kærastinn minn vildi ekki að ég grenntist. Hann varð mjög neikvæður og í raun bara hindrun á vegi mínum til betra lífs. Öll þessi neikvæðni varð til þess að ég leitaði meira í óhollustu. Ég þurfti að komast út úr þessu óheilbrigða sambandi. Um leið og ég losaði mig við hann þá losaði ég mig líka við allar óhollu venjurnar.“

Hara átti alltaf erfitt samband við mat og hefur þurft að læra að temja sér betri siði án þess þó að neita sér um neitt. Þá leggur hún áherslu á að byggja upp vöðva og segist bæði grennri og sterkari í dag en áður.

Hara fór að stunda líkamsrækt daglega og skipti út skyndibitanum fyrir fisk, prótein hristinga og ávexti. Árangurinn lét ekki á sér standa. Nú vinnur hún við það að hjálpa öðrum konum að snúa dæminu sér í hag. „Í dag líður mér betur og ég stend með sjálfri mér.“ 

View this post on Instagram

A post shared by Helena Hara (@helenaahara)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál