Fékk heilaæxli og hjálpar fólki að ná auknum styrk

Vala Sólrún Gestsdóttir segir að tónheilun hafi hjálpað henni mikið …
Vala Sólrún Gestsdóttir segir að tónheilun hafi hjálpað henni mikið þegar hún gekk í gegnum erfið veikindi.

Undir miðnætursólinni er viðburður sem Bláa Lónið mun halda í tilefni af Jónsmessunótt.  Um er að ræða kvöldstund þar sem gestir njóta tónheilunar og hópflots undir miðnætursólinni í Bláa Lóninu sem National Geographic valdi sem eitt af undrum veraldar.

Saraswati Om stjórnar tónheiluninni með lifandi hljómum þar sem baðgestir eru umvafðir töfrandi og dáleiðandi hljóðflæði vatnsins. Einnig verður 30 mínútna hópflot í boði sem stofnandi Flothettunnar, Unnur Valdís Kristjánsdóttir, mun leiða ásamt Völu Sólrúnu Gestsdóttur sem sér um tónheilun í vatninu. 

Í tilefni að viðburðinum verður sérstakur matseðill í boði á …
Í tilefni að viðburðinum verður sérstakur matseðill í boði á veitingastaðnum Lava.

Vala Sólrún Gestsdóttir lærði tónheilun og tónmeðferð í Acutonics í Englandi. Áhugi hennar á læknandi hljómum kviknaði eftir að hún fékk heilaæxli 2018. Hún fann aukinn styrk og lífsþrótt með hljóðheilun og ákvað að helga sig þessu sviði til þess að gefa öðrum færi á að bæta lífsgæði sín með þessum hætti.

„Æxlið reynd­ist góðkynja og þótt ég hafi verið hepp­in þar tel ég verk­efnið hafa tekið á mig því það kom sam­hliða því að sinna ung­barni og dótt­ur minni sem þá var fjög­urra ára. Ég missti heyrn á öðru eyra en þess vegna fannst æxlið þegar kannað var hvað amaði að heyrn­inni.

Ég fór í höfuðupp­skurð og svo í geislahnífsmeðferð í Ham­borg. Það bend­ir flest til þess að sag­an af æxl­inu endi þarna en þetta var hund­leiðin­legt verk­efni að tak­ast á við. En við tók við upp­bygg­ing og nýr takt­ur hjá mér og fjöl­skyld­unni minni,“ sagði Vala í viðtali við Smartland í fyrra. 

Vala útskrifaðist með BA í tónsmíði úr Listaháskólanum árið 2011 og með MA í sköpun, miðlun og frumkvöðlastarfi úr tónlistardeild Listaháskólans árið 2013. Hún hefur samið tónlist fyrir leikrit, heimildarmyndir og stuttmyndir. Árið 2014 hlaut hún Grímuverðlaun fyrir tónverk sitt í uppsetningu Þjóðleikhússins á Litla Prinsinum eftir Antoine de Saint Exupery.

„Ég hef alltaf spilað á hljóðfæri en mitt fyrsta hljóðfæri var víóla. Ég hef mennt­un í hljóðfræðum, BA í tón­smíðum og masters­gráðu í sköp­un, miðlun og frum­kvöðla­starf­semi frá Lista­há­skóla Íslands. Ég er að vinna með tón­hvísl eða hljóðgaffla sem virkja orku­kerfi lík­am­ans. Ein­falda út­skýr­ing­in er að upp­lif­un­in er end­ur­nær­andi djúpslök­un en áhrif­in geta líka grafið upp bæld­ar til­finn­ing­ar og sárs­auka sem vilja heil­un; til­finn­ing­ar sem þarf að horf­ast í augu við til að kom­ast áfram og auðveld­ar okk­ur að kom­ast á næsta stig og þrosk­ast. Ásamt hljóðgöffl­un­um spila ég meðal ann­ars á krist­alls­skál­ar til að dýpka upp­lif­un­ina enn frek­ar. Ég elska að spila á þær.“

Viðburðurinn verður haldinn milli kl. 21:00 og 01:00 dagana 21. …
Viðburðurinn verður haldinn milli kl. 21:00 og 01:00 dagana 21. júní, 28. júní og 5. júlí.

Flotmeðferðir er hugarfóstur Unnar Valdísar en hún er íslenskur vöruhönnuður sem fékk hugmyndina að þessari einstöku meðferð árið 2012. Í kjölfarið hannaði Unnur flotbúnað, þróaði stoðir upplifunarinnar nánar og setti saman þjálfunaraðferðir. Hún stofnaði fyrirtækið Flothettu í kringum starfsemina sem helgar sig því að kanna þá heilsubætandi eiginleika sem samspil vatns, þyngdarleysis og létts líkamsnudds hefur á fólk. Flotið hefur róandi áhrif á hugann, slakar á líkamanum og endurnærir sálina.

„Í Flotþerapí­unni erum við að vinna með heil­brigt orkuflæði lík­am­ans með því að skapa rými til að losa um all­ar stífl­ur sem hafa or­sak­ast af spennu eða ójafn­vægi. Í kyrrð og eft­ir­gjöf örv­um við nátt­úru­leg­an hæfi­leika lík­am­ans til að heila sig, öðlumst kær­komna hvíld og end­ur­nær­ingu,“ sagði Unnur Valdís í samtali við Smartland. 

Saraswati Om mun nota gong, kristallírur, koparhörpur og kristalskálar til …
Saraswati Om mun nota gong, kristallírur, koparhörpur og kristalskálar til að skapa tíðni tónheilunar og hvetur gesti til íhugunar og færir líkama, huga og sál djúpa nærandi slökun og vellíðan.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál