Svona verður kynlífið á tímum apabólunnar

Ef áfram heldur sem horfir hættir fólk að stunda kynlíf …
Ef áfram heldur sem horfir hættir fólk að stunda kynlíf með öðrum, í eigin persónu að minnsta kosti eða úr öruggri fjarlægð. mbl.is/Colurbox

Hver veit nema apabólan kalli á nýjar venjur í svefnherberginu?

Bandaríska sóttvarnarmiðstöðin (CDC) hefur beint tilmælum til fólks að stunda kynlíf í fötum og fróa sér í hæfilegri fjarlægð frá hvort öðru. Auðvitað er líka sýndarkynlíf öruggast.

Þessum tilmælum er sérstaklega beint til þeirra sem vilja stunda ástarleiki en gætu hugsanlega hafa komist í snertingu við apabóluna.

Þá mæla þeir gegn kossaflensi og ef fólk verður endilega að fara úr fötunum þá skal það samt passa að öll útbrot eða hreistur á líkamanum séu vandlega hulin.

Fólk er einnig minnt á að þvo öll kynlífstæki vandlega eftir ástarleiki sem og rúmföt og hendur og fætur.

Enn á eftir að staðfesta hvort apabóla smitist með kynlífi en rannsókn stendur yfir eftir að apabóla greindist í sæði sjúklings. 

Þetta skjáskot af heimasíðu sóttvarnarmiðstöðvar Bandaríkjanna leggur línurnar í kynlífinu.
Þetta skjáskot af heimasíðu sóttvarnarmiðstöðvar Bandaríkjanna leggur línurnar í kynlífinu. Skjáskot
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál