Eyddi mörgum árum í vægu þunglyndi

Brad Pitt.
Brad Pitt. AFP

Stórleikarinn Brad Pitt opnaði sig nýverið um andlega erfiðleika sína í viðtali hjá GQ. Pitt gekk í gegnum erfiðan skilnað við fyrrverandi eiginkonu sína, leikkonuna Angelina Jolie árið 2016 og setti í kjölfarið heilsuna í forgang. 

Ástarsaga Pitt og Jolie er ein sú frægasta í Hollywood, en þau byrjuðu saman árið 2005, stuttu eftir skilnað Pitt við leikkonuna Jennifer Aniston. Pitt og Jolie eiga saman sex börn.

Angeline Jolie og Brad Pitt.
Angeline Jolie og Brad Pitt. FRED PROUSER

Eftir skilnaðinn sagði Pitt skilið við áfengi og eyddi meðal annars einu og hálfu ári í AA-samtökunum. „Ég var með mjög flottan hóp af körlum sem var virkilega prívat og sértækur, svo það var mjög öruggt,“ sagði Pitt. 

Áfengi er þó ekki það eina sem Pitt hefur fjarlægt úr lífi sínu, en á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð yfir hætti hann að reykja sígarettur. „Ég hef ekki þann hæfileika að fá mér bara eina eða tvær sígarettur á dag.“

Hann komst þó fljótt að því að þó líkamleg heilsa hans hafi batnað, þá þyrfti hann enn að vinna í andlegu hliðinni. 

„Ég eyddi mörgum árum í vægu þunglyndi, og það var ekki fyrr en ég náði að sætta mig við það, og reyna að fagna öllum hliðum sjálfs míns - því fallega og því ljóta - sem mér fór að takast að njóta gleðistundanna.“

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál