45 ára í toppformi en leyfir sér að drekka

Belinda Norton er í þrusuformi.
Belinda Norton er í þrusuformi. Skjáskot/Instagram

Íþróttakennarinn Belinda Norton er í afar góðu formi og þakkar það ákveðnum reglum sem hún fer eftir. Hún segir að það sé hægt að vera í frábæru formi og segir að jafnvægi skipti þar mestu máli. Það eigi líka við um áfengið.

„Það er alltaf verið að spyrja mig um áfengið og hvernig hægt er að laga áfengisneyslu að heilbrigðum lífsstíl,“ segir Norton sem er 45 ára tveggja barna móðir.

„Það skiptir máli að velja gæðaáfengi því þá drekkur maður minna og drykkjan fer síður úr böndunum því manni er umhugað um pyngjuna. Þá eru færri aukaefni í dýrara víni. Ég mæli með því að fólk drekki hægt og njóti vínsins. Það á líka við um mat. Á milli drykkja fæ ég mér alltaf vatnsglas.“

Norton gætir þess að fá sér alltaf hollan mat áður en hún fer að sofa þegar hún hefur verið að fá sér.

„Ég fæ mér glútenfrítt brauð með avókadó. Þá fæ ég mér grænt te og einn lítra af vatni. Á meðan ég er að drekka vatnið nota ég tækifærið og þríf húðina vandlega.

Það að neyta matar og drykkjar með meðvitund skapar ákveðið jafnvægi,“ segir Norton sem hvetur fólk til þess að borða meira af hráfæði. 

„Hráfæði er lífsins elexír sem nærir líkamann. Allir ættu að borða hrátt grænmeti daglega í hvert mál, líka á morgnana. Það má til dæmis bæta spínati við eggin, borða gulrætur á milli mála, gúrkur eru frábærar sem og blómkál en það má dýfa þeim í ídýfu.

Matur er meira en bara hitaeiningar. Frumurnar þurfa þessa næringu til þess að starfa rétt. Þegar við borðum sykur þá fer það beint í lifrina, þar fer fituframleiðslan fram og við getum fengið insúlínónæmi.

Alvörumatur eins og grænmeti og annað grófmeti bætir hár, húð og heila sem og styrkir ónæmiskerfið. Það að borða snýst meira um gæði en magn.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál