Missti 36 kíló fyrir nýju seríuna

David Harbour léttist um 36 kíló á milli sería.
David Harbour léttist um 36 kíló á milli sería. AFP

Bandaríski leikarinn David Harbour þurfti að missa 36 kíló fyrir hlutverk sitt í fjórðu seríu Stranger Things sem kom út nú í sumar. Leikarinn segir það hafa verið mjög erfitt en gengið á endanum. Til þess að léttast ákvað hann að fasta og stundaði Pilates. 

Harbour fer með hlutverk Jim Hopper í Stranger Things. Mikill munur er á útliti hans milli sería og sést þyngdartapið greinilega á honum. Ástæðan fyrir þyngdartapinu í þáttunum er að persóna hans sat inni í talsverðan tíma í Sovétríkjunum. 

„Ég missti um 36 kíló frá seríu þrjú. Ég var um 122 kíló í þeirri seríu og síðan þegar við tókum fjórðu seríu var ég um 36 kíló,“ sagði Harbour í viðtali við GQ

Harbour segist aldrei ætla að léttast svona mikið aftur.
Harbour segist aldrei ætla að léttast svona mikið aftur. AFP

„Ég held ég muni aldrei gera þetta aftur. Ég er að leika í jólasveinakvikmynd fyrir Universal sem kemur út í desember, sem heitir Violent Night sem er nákvæmlega kjarni myndarinnar, og ég er búinn að þyngjast aftur. En já, aldrei aftur,“ sagði Harbour. 

Hann leikur nú í leikritinu Mad House á West End í Lundúnum. Hann segir athyglisvert að ungir aðdáendur Stranger Things hafi hrúgast í leikhúsið til að sjá Hopper en þurft að sitja uppi með hann. 

„Þau vilja sjá Hopper og mæta, en þurfa svo að eyða tveimur klukkustundum og tíu mínútum með mér, þannig að lokum þurfa þau að hlusta á hluta af leikritinu. Það eru allavega yngri kynslóðir að koma í leikhúsið, og leikhúsið heldur kannski áfram að lifa fyrir yngri kynslóðir. Það hefði aldrei gerst ef ekki hefði verið fyrir Stranger Things,“ sagði Harbour. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál