„Ég hélt ég væri að missa vitið“

AFP

Ofurstjarnan Jennifer Lopez opnaði sig á dögunum um alvarleg kvíðaköst sem hún glímdi við þegar hún var á þrítugsaldri. Á þessum árum setti Lopez vinnuna í fyrsta sæti og sleppti því alfarið að hugsa um sjálfa sig. Hún áttaði sig þó fljótt á hve alvarlegar afleiðingarnar gætu orðið ef hún héldi áfram að hunsa líkamlegar og andlegar þarfir sínar og í kjölfarið hófst vegferð hennar að heilbrigði og vellíðan. 

Lopez minntist þess í nýju fréttabréfi sínu að hún hafi upplifað sig „líkamlega lamaða“ í alvarlegum ofsakvíðaköstum sem stöfuðu af mikilli þreytu og streitu. Nú talar hún fyrir mikilvægi svefns og segir að á tímabili hafi hún sofið í þrjár til fimm klukkustundir á nóttu vegna mikillar vinnu. 

AFP

Hún lýsir því þegar hún upplifði fyrsta kvíðakastið, en þá segir hún alla vinnuna, streituna og svefnleysið hafa náð sér. „Ég fór frá því að líða fullkomlega eðlilega og hugsa um hvað ég þyrfti að gera þennan dag yfir í að líða eins og ég gæti ekki hreyft mig. Ég var alveg frosin.“

Í kjölfar kvíðakastsins fór Lopez til læknis, en hún segist hafa haldið að hún væri að missa vitið og var gríðarlega hrædd við þau líkamlegu einkenni sem fylgdu kvíðakastinu. „Ég spurði lækninn hvort ég væri að missa vitið. Hann sagði: „Nei, þú ert ekki að missa vitið. Þú þarft að sofa. Fáðu sjö til níu tíma svefn á nóttu, ekki drekka koffín og passaðu að stunda líkamsrækt þegar þú ert að vinna svona mikið.“

Enn þann dag í dag lifir Lopez eftir þessum ráðleggingum, en hún leggur mikla áherslu á heilsu sína og að vera í góðu jafnvægi. Hún passar vel upp á svefninn sinn, neytir ekki koffíns, hreyfir sig reglulega og hugar að andlegu heilsunni.

Í dag leggur Lopez mikla áherslu á að lifa heilsusamlegu …
Í dag leggur Lopez mikla áherslu á að lifa heilsusamlegu lífi. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál