Glímdi við mikið þunglyndi eftir móðurmissi

Yolanda Hadid ásamt dætrum sínum, Bellu og Gigi Hadid.
Yolanda Hadid ásamt dætrum sínum, Bellu og Gigi Hadid. Skjáskot/Instagram

Fyrrum fyrirsætan Yolanda Hadid hefur snúið aftur á samfélagsmiðla eftir baráttu við þunglyndi og bakslag Lyme-sjúkdómsins. Að hennar sögn hefur hún eytt síðustu níu mánuðum í að binda enda á þann slæma vana að taka símann upp 50 sinnum á dag, en í kjölfarið hefur hún lært að einbeita sér að sjálfri sér, heilsu sinni og að vera til staðar. 

Yolanda er móðir fyrirsætanna Bellu og Gigi Hadid sem eru tvær af heitustu fyrirsætunum í dag. Hún segist hafa tekið sér mjög nauðsynlegt frí frá samfélagsmiðlum til að endurmeta líf sitt. „Eftir að ég missti móður mína glímdi ég við mikið þunglyndi og síðan bakslag Lyme-sjúkdómsins. Tilfinningalega streitan og sorgin hafði mikil áhrif á ónæmiskerfið mitt,“ skrifaði hún á Instagram.

View this post on Instagram

A post shared by YOLANDA (@yolanda.hadid)

Hún segir símafíkn sína hafa tekið mikinn tíma frá sér. „Ég áttaði mig á því að við erum hægt og rólega farin að missa samskiptahæfileikana og það skapar djúpan einmanaleika innra með okkur,“ skrifaði Yolanda. 

Yolanda greindist með Lyme-sjúkdóminn, sem er smitsjúkdómur af völdum bakteríunnar Borrelia Burgdorderi, eftir að læknir uppgötvaði sýkingu í heila hennar árið 2012. Hún fór í aðgerð árið 2016 sem var ætluð að létta á einkennum sjúkdómsins, meðal annars þreytu og heilaþoku. Lyme-sjúkdómurinn berst í menn eftir bit sýkts skógarmítils og geta einkennin í sumum tilvikum verið alvarleg og langvarandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál