„Hef verið í meðferð síðan ég var 11 ára“

Minkoff er þekkt fyrir hlutverk sitt í raunveruleikaþáttunum Real Housewives …
Minkoff er þekkt fyrir hlutverk sitt í raunveruleikaþáttunum Real Housewives of Beverly Hills. AFP

Raunveruleikastjarnan Crystal Kung Minkoff hefur nú opnað sig um baráttu sína við lotugræðgi (e. bulimia), en hún hefur verið í meðferð við átröskuninni frá 11 ára aldri. „Þetta er þreytandi andlega en ég skammast mín ekki lengur. Ég hef eytt svo miklum tíma í að vinna í þessu og geri mitt besta,“ segir Minkoff. 

Lotugræðgi einkennist af átlotum þar sem óhóflegu magni af mat er neytt. Því fylgir gríðarlegt samviskubit og í kjölfarið er reynt að losa sig við matinn, oft með uppköstum, hægðarlyfjum, óhóflegri líkamsrækt eða föstum. 

Í samtali við People segist Real Housewives of Beverly Hills-stjarnan hafa reynt að útskýra fyrir meðleikurum sínum að hún hafi lengi glímt við átröskun í kjölfar ljótra ummæla sem Erika Cirardi lét falla um hana í nýlegum þætti. „Það er erfitt að skilja átröskun ef þú ert ekki með hana,“ útskýrir Minkoff. 

„Ég borða og svo líður mér illa yfir því. Þetta snýst ekki um matinn heldur um að hafa stjórn. En þetta er bara hluti af mér. Þegar ég get stjórnað því hvernig mér líður með mat, þá er það góður dagur,“ segir hún. Hún segir hluta bataferlisins snúast um að breyta því hvernig henni líður gagnvart mat. 

mbl.is
Loka