Mun líklega aldrei ná sér eftir hoppukastalasysið

Heilsukokkurinn Helga Magga ætlar að hlaupa hálft maraþon til styrkar Klöru sem slasaðist mikið í hoppukastalaslysi á Akureyri í fyrra. Hún hefur margoft hlaupið tíu kílómetra en segir það töluverða áskorun að hlaupa hálft maraþon en hún er þó ekki að gera það í fyrsta skipti. 

„Ég ákvað að hlaupa í maraþoninu til að safna áheitum fyrir góðgerðarfélagið Áfram Klara, sem ætlað er að styðja við bakið á Klöru, sjö ára stúlku sem slasaðist alvarlega í hoppukastalaslysi á Akureyri síðasta sumar. Hún varð fyrir miklum heilaáverka í slysinu sem gerið það að verkum að hún þarf að læra flest, ef ekki allt, upp á nýtt. Batinn hefur verið hægur og því miður sjá læknar ekki fram á að hún nái fullri endurheimt,“ segir Helga Magga en hún er nágranni Klöru og foreldra hennar og góð vinkona þeirra. 

Helga Magga segir að síðasta ár hafi verið fjölskyldunni þungbært. 

„Það hefur mikið reynt á Klöru og fjölskyldu hennar síðastliðið ár og því langar mig að leggja mitt af mörkum til að styðja þau,“ segir hún. 

Helga Magga ætlar að njóta þess að hlaupa þessa kílómetra og segist alltaf ná að slaka mjög mikið á þegar hún hleypur. 

„Þetta er yfirleitt tíminn sem ég næ að slaka algjörlega á. Það er frekar mikið að gera hjá mér og á hlaupunum næ ég algjörlega að endurnýja orkuna mína.“

Helga Magga er þó ekki bara búin að vera úti að hlaupa síðustu mánuði því hún nýtur vinsælda á TikTok en þar eldar hún og bakar ýmsar kræsingar sem eru í hollari kantinum. 

„Ég byrjaði að skoða TikTok því dóttir mín vildi fá aðgang að forritinu. Ég vildi skoða þetta áður en ég myndi samþykkja þetta fyrir hana. Svo byrjaði ég að setja inn myndbönd og svo vatt þetta aðeins upp á sig,“ segir hún. 

Nú heyrist stundum að börn og unglingar séu ekkert ægilega kátir með veru foreldra á TikTok. Eru þín börn alveg slök með þetta?

„Dóttir mín er 12 ára og henni finnst þetta svolítið vandræðalegt að mamma sín sé á TikTok en samt lúmskt skemmtilegt. 8 ára syni mínum finnst það hins vegar bara frábært. Mér finnst þetta vera frábær leið til að ná til ungs fólks með heilsusamlegar uppskriftir. Það vantar alveg fræðslu um næringu fyrir börn og unglinga svo það er ágætt að þau hafi góða fyrirmynd á TikTok.“

Hvernig ætlar þú að hugsa um heilsuna í vetur?

„Ég ætla að halda mínu striki í vetur, næra mig vel og hreyfa mig í að minnsta kosti 30 mínútur á dag.“


HÉR getur þú heitið á Helgu Möggu. 

Helga Magga er næringaþjálfari sem deilir hollum uppskriftum á heimasíðunni …
Helga Magga er næringaþjálfari sem deilir hollum uppskriftum á heimasíðunni sinni helgamagga.is.
mbl.is
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál