Þú ert það sem þú meltir

Guðrún Kristjánsdóttir einn af eigendum Systrasamlagsins.
Guðrún Kristjánsdóttir einn af eigendum Systrasamlagsins.

„Allir hafa heyrt máltækið, „þú ert það sem þú borðar“. Flest okkar ólumst við upp við þennan vísdóm. Þessi yfirlýsing hefur verið notuð af heilsusérfræðingum, læknum og foreldrum til að hvetja okkur til að borða hollari mat. Gott og blessað. Og mikilvægt.

Þó að það sé mjög mikilvægt að borða hollari mat, þá gefur það ekki heildarmynd af því hvernig þú getur fengið sem mest út úr matnum þínum og byggt upp heilbrigðan líkama. Máltæki nýrra tíma (byggt á gömlum grunni) sem er mun nákvæmara er: „þú ert það sem þú meltir“.

Þegar allt kemur til alls, hvaða gagn er af því fyrir líkamann þinn ef þú borðar grænmetið þitt, próteinið, heilkorn og ávexti ef þú meltir það ekki vel? Enginn vill þjást af meltingartruflunum. Ef þú vilt vera heilbrigð manneskja snýst málið ekki bara um hvað þú borðar heldur hvernig þú borðar og meltir matinn. Þetta er allt vegna þess að meltingin breytir mat í orku og framleiðir næringarefni sem styðja við og viðhalda líkama þínum, og ekki síst andanum. Léleg melting getur leitt til ójafnvægis, lítillar orku, lofts í meltingu, þungrar tilfinningar og uppsöfnunar á óhreinindum í líkamanum. Það getur valdið ótal mörgum vandamálum.

Samkvæmt helstu ayurvedasfræðingum heims byrjar góð melting með jafnvægi í matarlyst. Á meðan sumir hafa enga matarlyst hafa margir mikla. Þegar þú nýtur máltíðar virkilega vel býr það líkamann undir að melta fæðuna og nýta sér næringuna vel úr fæðunni.

Það er auðvelt að koma jafnvægi á meltingu og matarlyst. Í Ayurveda er megintilgangurinn að endurheimta jafnvægið í smáum skrefum með því að færa líkama og huga einfaldlega að takti náttúrunnar. Menning dagsins í dag hefur gleymt mörgum grundvallarreglum góðrar heilsu. Afleiðingarnar eru slæmar fyrir lýðheilsu almennt.

Meginreglan er þessi: Borðaðu stærstu máltíðina þína, helst um miðjan dag, þegar meltingareldurinn (agni) er sterkastur. Veljið fæðu úr ferskum lífrænum matvælum og hafðu blönduna alltaf prótein, kolvetni og fitu. Ferskur og góður matur skilar sér ekki bara í meiri lækningarmætti líkamans sjálfs heldur líka í mikilli næringu og meiri greind (og minni blóðssykursflökti og minni heilaþoku).

Borðaðu þó aðeins þegar þú ert svöng og þegar þú hefur melt fyrri máltíð.

Komdu þér upp reglulegum matartímum. Líkaminn, að ekki sé talað um andinn, elskar rútínu.

Taktu þér tíma í að borða, tyggðu rólega og taktu þér í það minnsta 5 mínútur eftir hverja máltíð til að slaka á.

Ekki deila matmálsathyglinni með því að horfa á sjónvarp eða lesa. Njóttu máltíðarinnar.

Forðastu kalda og ísaða drykki með mat, og raunar almennt. Þeir draga úr meltingareldi.

Allt þetta hér að ofan eru forgangsmál.

Borðaðu þar til þú ert 3/4 södd.

Bíddu að minnsta kosti 3 klukkustundir á milli máltíða; Það er betra fyrir meltinguna ef þú klárar að melta eina máltíð áður en þú byrjar á þeirri næstu. Endalaust snakk á milli máltíða truflar gæði meltingar.

Ayurveda fræðin, sem í raun flest byggir á, hvetja okkur til að borða máltíðir úr öllum sex bragðgæðum lífsins í hverri máltíð. Það sama gildir þegar þú þarft að hreinsa meltinguna. Það er ekkert flókið og má kynna sér í þessarri grein: Brögðin sex í Ayurveda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál