Fimmtug og æfir fimm sinnum í viku

Hin fimmtuga Brooke Burke er í fantaformi.
Hin fimmtuga Brooke Burke er í fantaformi. Samsett mynd

Bandaríska sjónvarpskonan og þjálfarinn Brooke Burke er í fantaformi, enda setur hún heilsuna í forgang. Hún er meðvituð um að hreyfa sig reglulega og borða næringarríkan mat, en hún segir það gera mikið fyrir sig jafnt líkamlega sem andlega. 

Burke borðar nóg af matvælum sem eru rík af góðri fitu eins og avókadó og makademíu hnetur. „Þetta er fæða fyrir heilann sem gefur okkur kraft og orku. Ég nota líka mikið af ólífuolíu og kókosolíu í matargerð,“ sagði Burke í samtali við Daily Mail

Hún segir hreyfingu vera stóran part af lífi sínu. „Ég æfi fimm sinnum í viku og hina tvo dagana slaka ég á. Það er mikilvægt að gefa sér frí, en á frídögunum fer ég gjarnan í göngutúra um hverfið og nýt þess í botn,“ bætti hún við. 

Hún segir alla hreyfingu telja og hvetur fólk til þess að hreyfa sig, jafnvel þó það sé ekki nema í fimm mínútur á dag. Hún segir hreyfingu ekki einungis gera mikið fyrir líkamlegu heilsuna, heldur einnig andlegu heilsuna. 

View this post on Instagram

A post shared by Brooke Burke (@brookeburke)

mbl.is