Stærsti óttinn að missa sjónina

Edward Enninful hefur alltaf verið með slaka sjón.
Edward Enninful hefur alltaf verið með slaka sjón. AFP

Edward Enninful, aðalritstjóri breska Vogue, segir að hans stærsti ótti í lífinu sé að missa sjónina alfarið. Sjónin hefur lengi truflað Enninful sem hefur farið í fjórar aðgerðir á augum undanfarin ár.

Eftir aðgerðirnar þurfti hann að horfa niður á gólfið í margar vikur. Enninful var nýverið í viðtali hjá BBC vegna fyrirhugaðrar útgáfu sjálfsævisögu sinnar.

Í viðtalinu greinir hann meðal annars frá því að hann hafi ekki talað við föður sinn í tæplega 15 ár og að hann hafi tekið þátt í starfi AA í fjórtán ár. 

„Það er minn stærsti ótt. Ég hef aldrei haft góða sjón. Ég er alltaf búinn að vera með gleraugu í mínus tíu og ég er búin að fjórar aðgerðir vegna sjónhimnunnar. Síðan þurfti ég að horfa niður í gólfið í dimmu herbergi í þrjár vikur og mátti ekki lyfta höfðinu. Og já, það var mjög erfitt á sálina,“ sagði Enninful. 

Hann segist þó hafa komist að því að hann þurfi ekki fullkomna sjón til að skapa. Maðurinn þurfi ekki fullkomna sjón til að sjá myndir. „Það er því ansi kaldhæðnislegt, þó ég sé með hræðilega sjón, þá get ég skapað myndir sem fólk tengir við,“ sagði Enninful. 

Enninful er fæddur og uppalinn í Gana í Afríku en fjölskyldan flutti til Bretlands þegar hann var 13 ára. 

Enninful er aðalritstjóri breska Vogue.
Enninful er aðalritstjóri breska Vogue. AFP
mbl.is