Göngutúrar lengja lífið

Fólk yfir áttrætt hefur gott af því að hreyfa sig. …
Fólk yfir áttrætt hefur gott af því að hreyfa sig. Þó það sé ekki nema tíu mínútur á dag. Ljósmynd/Unsplash

Tíu mínútna gönguferðir dag hvern geta lengt líf fólks yfir áttræðu. Þetta kemur fram í rannsókn frá Suður-Kóreu, þar sem fylgst var með sjö þúsund manns á aldrinum 85 ára og eldri í fimm ár. Þau sem fóru í göngutúra í að minnsta kosti klukkutíma á viku voru 40% ólíklegri til að deyja á meðan á rannsókninni stóð.

„Lærdómur, sem draga má af rannsókninni, er að halda sér á hreyfingu út lífið,“ segja vísindamenn sem stóðu að rannsókninni.

„Þeir fullorðnu eiga það til að hætta að hreyfa sig. Okkar rannsóknir benda til þess að það, að fara út að ganga í að minnsta kosti klukkutíma á viku, geti haft mjög jákvæð áhrif á heilsu þeirra sem eru yfir áttræðu. Fólk ætti að ganga í tíu mínútur á dag.“

„Það er mikilvægt að benda á hvaða lágmarki fólk ætti að reyna að ná því oft nær fólk ekki almennum viðmiðum hvað varðar fulla hreyfigetu. Þá er líka mikilvægt að reyna á vöðvana, lyfta lóðum og gera teygjur.“

Hjúkrunarfræðingar taka í sama streng. „Það er aldrei of seint að byrja að hreyfa sig. Byrja smátt og byggja sig upp. Reyna að bæta hreyfingu inn í dagleg verkefni á borð við garðyrkju, húsverk eða bara að taka röskan hring í kringum húsið.“

mbl.is