Læknisskoðunin sem bjargaði lífi Ryan Reynolds

Leikarinn Ryan Reynolds fór á dögunum í læknisskoðun sem bjargaði …
Leikarinn Ryan Reynolds fór á dögunum í læknisskoðun sem bjargaði lífi hans. AFP

Leikarinn Ryan Reynolds fór á dögunum í ristilspeglun sem bjargaði lífi hans, en nú tekur hann þátt í vitundarvakningu um ristilkrabbamein og hvetur fólk, og þá sérstaklega karla, til að fara í ristilspeglun.

Reynolds varð 45 ára á árinu og fór því í sína fyrstu ristilspeglun. Í ristilspeglun leikarans fundust separ á ristli hans sem voru í kjölfarið fjarlægðir. Hann birti myndband á Youtube-rás sinni á dögunum frá skoðuninni, en með myndbandinu vonast hann til að sýna hvernig einföld skoðun getur bjargað mannslífum. 

„Ég myndi vanalega aldrei leyfa upptöku á læknisaðgerð, og hvað þá deila henni, en það er ekki á hverjum degi sem maður getur vakið athygli á einhverju sem getur bjargað mannslífum,“ sagði Reynolds. „Það er næg hvatning fyrir mig til að sýna frá því þegar myndavél er ýtt upp í rassinn á mér,“ bætti hann við. 

mbl.is