Þrýst á hana að léttast fyrir hlutverk

Leikkonan Bryce Dallas Howard, sem leikur aðalhlutverkið í Jurassic World.
Leikkonan Bryce Dallas Howard, sem leikur aðalhlutverkið í Jurassic World. AFP

Leikkonan Bryce Dallas Howard segir að framleiðendur Jurassic World-þríleiksins hafi helst viljað að hún myndi grennast áður en hún lék í kvikmyndunum. Dallas Howard fór með hlutverk Claire Dearing í myndunum. 

„Hvernig orða ég þetta. Ég hef verið beðin um að nota ekki minn náttúrulega líkama í kvikmyndum,“ sagði leikkonan í viðtali við Metro í vikunni. 

Dallas Howard segir að leikstjórinn Colin Tevorrow hafi staðið þétt við bakið á henni þegar þessi umræða um líkama hennar átti sér stað. 

„Í þriðju myndinni, það var í raun því það voru svo margar konur í myndinni, þá var þetta eitthvað sem Colin hafði sterka skoðun á og vildi vernda mig gegn. Því samtalið kom aftur upp: „Við þurfum að biðja Bryce um að léttast“,“ sagði leikkonan. 

Hún segir hann hafa svarað þessari umræðu vel. „Hann sagði að það væri fullt af ólíkum konum í þessum heimi og það væri fullt af ólíkum konum í myndinni okkar. Og ég fékk að leika í svo mörgum áhættuatriðum. Ég hefði ekki getað gert það ef ég væri í megrun,“ sagði Dallas Howard.

Bryce Dallas Howard segir að umræðan hafi ítrekað komið upp …
Bryce Dallas Howard segir að umræðan hafi ítrekað komið upp en að leikstjórinn hafi staðið með henni. Frazer Harrison
mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda