4 ráð til að auka kynhvötina

Það þarf ekki að vera mikið mál að endurheimta kynhvötina.
Það þarf ekki að vera mikið mál að endurheimta kynhvötina. Ljósmynd/Unsplash

Það getur komið fyrir öll kyn að missa kynhvötina á einhverjum tímapunkti í lífinu. Fólk hikar hins vegar við að leita sér aðstoðar af því það skammast sín fyrir það, eða jafnvel hefur oft miklar áhyggjur af því.

Minni kynhvöt felur í sér að hafa lítinn áhuga á kynlífi eða að vilja mun minna kynlíf en áður. Það getur verið eðlilegt í sambandi fólks að áhuginn á kynlífi minnkar eftir því sem sambandið þróast, sérstaklega ef mörg börn bætast í fjölskylduna. En enginn áhugi er til staðar getur það verið merki um undirliggjandi vandmál. 

Það er margt sem getur valdið lítilli kynhvört, sálfræðilegar og líkamlegar. Þar á meðal er þreyta, vinna, streyta, aldur, hormónaójafnvægi (eins og breytingaskeiðið) og bjóstajöf. Síðan geta það verið vandamál í sambandinu eins og skortur á trausti, pirringur og léleg samskipti. 

Ráð sem geta aukið kynhvötina

Góð samskipti 

Ekki hundsa vandamálið. Ef þú ert ekki ánægður með maka þinn eða finnst kynlífið einfaldlega leiðinlegt, þá ættuð þið að ræða málin. Þannig getið þið auðveldlega lagað vandamálið, til dæmis með því að breyta einhverju, prófa nýjar stellingar, staðsetningar, kynlífstæki eða fara saman í rómantíska ferð út á land.

Læknisheimsókn 

Ef þú ert að spila í seinni hálfleik lífsins og hefur ekki jafn bilaðan áhuga á kynlífi og þú gerðir áður getur verið að hormónajafnvægið sé ekki jafn gott og áður. Testósterón ber ábyrgðina á kynhvötinni og það minnkar með hækkandi aldri hjá öllum kynjum. 

Estrógen og prógesterón minnka líka hjá konum á breytingaskeiðinu og það hefur áhrif. 

Leggangaþurrkur getur valdið því að kynlíf verður óþægilegt og sárt. Læknir getur hjálpað þér með öll þessi vandamál og sleipiefni fæst víða. 

Ef þú tekur einhver lyf að staðaldri ættir þú líka að skoða þau og athuga hvort að aukaverkun af þeim sé lægri kynhvöt. 

Hjálp með stress og kvíða

Stress í vinnunni, of lítill svefn, eða atvinnumissir geta haft mikil áhrif á kynhvötina. Ef andlega heilsan er ekki í lagi þarftu einnig að heimsækja lækninn og finna út úr því. Ekki reyna að laga þig með því að drekka áfengi og nota fíkniefni, það eykur bara á kynhvatarvandann. 

Segðu nei við kynlífi

Það hljómar furðulega en stundum getur það hjálpað að stunda ekki kynlíf í einhvern tíma til þess að fá áhuga á því aftur. Fjarlægðin gerir fjöllin blá og kynlífsbann gerir kynlíf spennandi aftur.

Í stað kynlífs getur þú einblínt á kossa, kúr og nudd með maka þínum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál