„Ég hélt ég myndi deyja“

Leikkonan Elizabeth Olsen hélt að hún væri að deyja þegar …
Leikkonan Elizabeth Olsen hélt að hún væri að deyja þegar hún fékk fyrsta kvíðakastið 21 árs gömul. AFP

Leikkonan Elizabeth Olsen opnaði sig á dögunum um fyrsta kvíðakastið sem hún fékk þegar hún var 21 árs gömul. Á þeim tíma var Olsen búsett í New York-borg, en hún segist hafa byrjað að upplifa köstin á klukkutíma fresti yfir sex mánaða tímabil. 

Í viðtali hjá Variety lýsir Olsen því þegar hún stóð við götu í New York-borg og upplifði sitt fyrsta kvíðakast. „Ég áttaði mig á því að ég gæti ekki farið yfir götuna. Ég stóð upp við vegg og hélt ég myndi detta niður dauð,“ útskýrði Olsen. 

Skildi ekki hvað kvíði var

„Ef ég fór úr köldu í heitt, úr heitu í kalt, frá því að vera södd yfir í að vera svöng og öfugt - hvers kyns breytingar sem urðu, þá hugsaði líkaminn að eitthvað væri að,“ bætti hún við.

Olsen sagðist aldrei hafa upplifað kvíða sem barn, heldur hafi hún alltaf verið mjög hávær og örugg. „Ég skildi ekki hvað kvíði eða kvíðakast var fyrr en ég var 21 árs og byrjaði að fá köstin á klukkutíma fresti,“ sagði Olsen.  

Leitaði til sérfræðinga

Olsen útskýrir í viðtalinu að hún hafi leitað sér aðstoðar hjá sérfræðingum sem kenndu henni svokallaða heilaleiki eða æfingar sem hjálpuðu henni gífurlega. 

„Æfingarnar eru í raun svipaðir leiklistaæfingunum sem við gerðum í Atlantic, sem kallast endurtekning. Þar ert þú stöðugt að gera athuganir á manneskjunni fyrir framan þig og reynir að tengjast henni,“ útskýrir leikkonan. 

„Þegar ég gekk niður götuna þá byrjaði ég bara að nefna allt sem ég sá upphátt til þess að losna við hugsanirnar,“ sagði Olsen. Hún segir æfingarnar vera gagnleg tól til að takast á við kvíðann en segist samt alltaf hafa lyf í töskunni fyrir neyðartilvik. 

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda