Er sykurlöngun og þreyta að gera út af við þig?

Inga Kristjánsdóttir næringaþerapisti.
Inga Kristjánsdóttir næringaþerapisti. Ljósmynd/Íris Dögg Einarsdóttir

„Viltu meiri orku? Jú, það myndi ég nú halda! Það er einn samnefnari með nánast öllum sem koma á Sigrumst á sykrinum námskeiðin til mín. Hann er sá að fólk upplifir oft mikla þreytu, slen og einbeitingarskort seinnipartinn og því fylgir mikil löngun í sykur og koffín. Margir eru orðnir svo vanir þessu að þeir eru nánast hættir að taka eftir vanlíðaninni og telja ástandið bara vera eðlilegt. Þetta er langt frá því að vera eðlilegt,“ segir Inga Kristjánsdóttir næringaþerapisti í sínum nýjasta pistli á Smartlandi: 

„Er þetta ekki bara aldurinn?“ segja sumir. Aðrir tala um agaleysi og enga sjálfstjórn og þeir bara ráði ekki við að loka nammiskápnum.

Fuss, það er nú yfirleitt ekki málið. Hvorki aldurinn né agaleysið.

Oft (ekki alltaf samt) er svarsins að leita í því að blóðsykurinn stekkur út og suður og því fylgja þessi einkenni. Sykur í hvaða formi sem er og einföld kolvetni eru þannig að þreyta mannskapinn og skapa þetta óþolandi ástand. Svo kallar þessi þreyta á skjótfengna orku og þá dettur fólk í nammiskúffuna og orkudrykkina, svona klukkan 14.00 – 17.00.

Passar það? Nennir þessu einhver?

Það er alveg hægt að laga þetta ástand með rétt samsettu mataræði, væri það ekki æðislegt?

Ef þú kannast við þetta seinnipartsslen, sykurlöngun og vesen, þá eru hér ráð fyrir þig.

Morgunmaturinn þinn þarf að vera mjög prótein og fituríkur. Það að byrja daginn á ávöxtum, brauði eða jafnvel hafragraut, getur sett blóðsykurinn þinn í rugl og það er mjög slæmt í byrjun dags. Ávaxtasafar, eða ávaxtabúst eru jafnvel enn verri.

Kemur þetta á óvart?

Það getur verið og margir hafa verið verulega ósáttir við mig þegar ég bendi á að ávextir að morgni dags séu ekki málið, þeir eru einfaldlega of sætir í eðli sínu. Líkaminn yrði mjög sáttur ef ávextirnir fengu að bíða þar til seinni partinn.

Byrjaðu daginn á chia graut, eggjum, avokadó, próteindrykk með berjum (ber rugla minna í blóðsykri en aðrir ávextir), eða jafnvel próteinríkum mjólkurvörum. Hnetur, fræ og möndlur eru góðar á morgnana.

Slepptu venjulegu morgunkorni, múslí, brauði, hrökkbrauði, ávöxtum og safa að morgni dags.

Svo er það hádegið, það er líka mikilvægt.

Best er að vera þá með disk sem samanstendur af próteini, fitu og grænmeti í meirihluta. Minna af kornmat og kartöflum.

Slepptu samlokum, brauði, pítsum, pasta og kolvetnaríkum mat.

Með þessu móti nærðu að halda blóðsykrinum jöfnum og flottum fram yfir hádegið og þá nærðu tökum á sykurlöngun, þreytu, einbeitingarskorti og of miklu kaffiþambi seinnipartinn.

Ég nánast get lofað því.

Gangi ykkur vel!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál