Hvers vegna truflar sykurinn konur á breytingaskeiði?

Inga Kristjánsdóttir næringaþerapisti.
Inga Kristjánsdóttir næringaþerapisti. Ljósmynd/Íris Dögg Einarsdóttir

„Sem betur fer fáum við langflestar að lifa það að komast á breytingaskeiðið. Takk fyrir það!Þetta blessaða skeið breytinga reynist okkur þó mörgum ögn, eða jafnvel mjög erfitt. Allskonar vesen verður í líkamsstarfseminni vegna breyttrar framleiðslu hormóna og það hefur að öllu jafna mikil áhrif á okkur líkamlega sem andlega,“ segir Inga Kristjánsdóttir næringaþerapisti í nýjum pistli: 

Öll verkfærin sem við erum búnar að safna í verkfæraboxið okkar hætta einhvern veginn að virka og við bara skiljum ekkert!

Við upplifum allskonar einkenni, meðal annars verki og bólgur, sem oft leiða til mjög skertra lífsgæða. Við verðum margar þreyttari, orkuminni, gleymnari, við sofum illa og andleg líðan verður oft verri.

Svo eru það blessuð kílóin, sem læðast inn.

Persónulega finnst mér þyngdin nákvæmlega engu skipta, nema hún hafi áhrif á heilsu okkar og líðan. Þá fer hún að hafa áhrif. Ef þyngdin kemur í veg fyrir að við getum gert það sem okkur langar, hefur áhrif á andlega og líkamlega líðan, þá verðum við að gera eitthvað í þessu!

Konur á þessum aldri spyrja mig oft hvað ég telji mikilvægast þegar kemur að mataræði og lífstíl.

Svarið mitt er oftast það sama, það að koma lagi á blóðsykurinn með öllum tiltækum ráðum er lykil atriði.

Þegar að blóðsykurinn er stökkvandi út um víðan völl, þá myndast miklar bólgur í líkamanum, sem valda auknum verkjum og geta leitt af sér allskonar bólgusjúkdóma ef ekkert er að gert. Blóðsykursrugl hefur líka mikil áhrif á orkuna, andlega líðan og geðheilsu.

Og einmitt já, gerir líkamanum mjög erfitt að léttast.

Blessaður sykurinn og einföldu kolvetnin, sem rugla blóðsykrinum mest, verða okkur erfið á þessum aldri. Við einfaldlega þolum verr fæðu sem ruglar jafnvæginu en við gerðum áður.

Fúlt, ég veit, en bara partur af þessum breytingum sem við upplífum óhjákvæmilega.

Á breytingaskeiði, þurfum við að breyta!

Auðvitað kjósum við margar að fá aðstoð frá hormónauppbótarmeðferð, sem við vitum í dag að hefur miklu meiri jákvæð áhrif en neikvæð, en það er einnig svo margt sem við getum gert sjálfar til að láta okkur líða betur.

Vel samsett mataræði, með það að leiðarljósi að jafna blóðsykurinn, getur hjálpað alveg stórkostlega og framkallað miklu betri líðan að flestu leiti. Þetta getum við svo sannarlega gert sjálfar!

Lykilatriði í góðri blóðsykurstjórnun er að passa að hver máltíð innihaldi ávallt eitthvað gott prótein, góða fitu og trefjaríkt grænmeti.

Svona fæðu kalla ég kolvetnakápur, því að prótein, fita og grænmeti ásamt öðrum trefjum, klæða kolvetni máltíðarinnar í og valda því að blóðsykurinn rís ekki eins hressilega og hann myndi gera annars.

Lykillinn að góðri blóðsykurstjórnun er auðvitað að sleppa sykri eins og kostur er og svo passa að allar máltíðir innihaldi góðar og hlýjar kolvetnakápur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál