Jógastjarna hættir að vera grænkeri

Rachel Brathen er gríðarlega vinsæll jógakennari og áhrifavaldur. Þá er …
Rachel Brathen er gríðarlega vinsæll jógakennari og áhrifavaldur. Þá er hún einnig metsöluhöfundur. Hún er ekki lengur vegan. Skjáskot/Instagram

Rachel Brathen sem gengur einnig undir nafninu Yoga Girl upplýsti fylgjendur sína um að hún væri hætt að vera grænkeri eftir tuttugu ár á grænkerafæði.

Hún segist hafa tekið ákvörðunina að vandlega hugsuðu máli með heilsu sína í forgrunni. Hún neyti þó enn að mestu grænmetisfæði en leyfi sér egg og hráa mjólk svo fátt eitt sé nefnt. 

Brathen er metsöluhöfundur og gríðarlega vinsæl á samfélagsmiðlum. Hún fékk blendnar viðtökur frá fylgjendum sínum þegar hún tilkynnti um ákvörðunina.

„Ég er ekki lengur grænkeri. Mér fannst einn helsti kosturinn við þá ákvörðun að losa mig við þennan merkimiða og þá sjálfsmynd að „vera grænkeri“. Sjálfsmynd sem ég hélt í til margra ára. Þetta snerist ekki bara um það sem ég lét á diskinn heldur var þetta hluti sjálfsmyndinni. Ég hef unnið markvisst að því að losa mig við þá merkimiða sem hafa takmarkað mig. Ég var því fyrir löngu farin að taka skref í þessa átt,“ segir Brathen um ákvörðun sína. 

„Þetta var ógnvekjandi, að borða á annan hátt en áður. Enn meira ógnvekjandi var að segja umheiminum frá því. Allir hafa sterkar skoðanir á því hvernig fólk velur að haga lífi sínu (ég veit það því sjálf var ég þannig grænkeri, með sterkar skoðanir um aðra).“

„Að losna við merkimiðana fylgir gríðarlegt frelsi, að fara úr litla kassanum sínum um hvað maður á að gera. Færast nær innsæi sínu og því sem lætur manni líða vel. Ég er ekki eins og þegar ég var 19 ára. Líkami minn hefur breyst. Ég hef upplifað margt og þarfir líkamans eru allt aðrar. Ég vil færast nær þeim mat sem forfeður mínir nærðust á, í góðum tengslum við jörðina. Ég vil vera södd og vel nærð. Sannleikurinn er sá að þegar ég var grænkeri þá var ég ekki vel nærð. Ég hélt það, en ég var það ekki.“

Virkir í athugasemdum voru fljótir að segja álit sitt. Margir höfðu einnig þurft að hætta að vera grænkerar af heilsufarsástæðum. Aðrir lýstu því yfir að þetta snerist um siðfræði en ekki endilega hvað væri hollast. Veganismi snerist um afstöðu til lífsins en ekki mataræði.

Brathen var áður búsett í Aruba en er nú flutt aftur til Svíþjóðar þar sem hún ólst upp. Síðustu ár hefur hún glímt við mikið heilsuleysi án þess að átta sig á hvers vegna. Nú segist hún finna fyrir miklum mun eftir að hafa tekið inn vissar dýraafurðir í mataræði sitt.

View this post on Instagram

A post shared by Rachel Brathen (@yoga_girl)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál