Hvernig má koma í veg fyrir kulnun?

Það er vont að keyra á vegg og erfitt að …
Það er vont að keyra á vegg og erfitt að byggja sig upp aftur. Getty images

Margir eiga það til að keyra sig í þrot með þrautlausum dugnaði sem einkennir svo marga Íslendinga. Sérfræðingar hafa bent á það að það sé mun auðveldara að fyrirbyggja kulnum en að byggja sig upp á nýjan leik eftir að hafa klesst á vegg. 

„Ég þurfti að líta í eigin barm og viðurkenna fyrir sjálfri mér að vinnan mun aldrei koma til með að elska mig til baka. Mér leið eins og kjána að hafa næstum gengið að mér dauðri fyrir eitthvað sem var í raun ekki þess virði,“ segir kona sem upplifði kulnun í starfi í viðtali við The Times. 

„Þá skil ég ekki hversu barnalegt viðhorf ég hafði til streitu og hættunnar sem fylgir henni. Ég bara gekk út frá því að ég væri hraust og heilbrigð og las aldrei í hættumerkin. Ég hef miklar áhyggjur af vinum mínum sem upplifa mikla streitu í lífinu.“ 

„Ég vinn nú markvisst að því að minnka streitu, ég hreyfi mig, geri öndunaræfingar og fer í nálastungumeðferðir. Þá get ég fullyrt að besta fjárfestingin var blóðþrýstingsmælir. Ég mæli nú blóðþrýstinginn einu sinni í viku.“

Ráð til að forðast kulnun

Góður svefn

Fáðu góðan svefn. Farðu að sofa á sama tíma og vaknaðu á sama tíma. Jafnvel um helgar. Þetta leiðir til þess að líkamsklukkan þín sé í jafnvægi og svefninn verður betri. Alls ekki taka símann með upp í rúm. Ef þú notar símann sem vekjaraklukku þá skaltu staðsetja hann annars staðar í herberginu.

Hugsaðu vel um matarræðið

Svefninn lagast ef þú borðar reglulega á daginn. Borðaðu mat sem styður heilbrigða þarmaflóru því rannsóknir hafa sýnt að heilbrigð flóra dregur úr kvíða.

Stundaðu öndunaræfingar

Gerðu öndunaræfingar í tvær mínútur nokkrum sinnum yfir daginn. Dragðu að þér andann á meðan þú telur upp að fjórum, haltu andanum í fjórar sekúndur og andaðu hægt frá þér.

Farðu út að ganga

Það er mjög mikilvægt að hreyfa sig reglulega. Það þarf ekki að leggjast í mikinn hamagang heldur geta daglegir göngutúrar gert gæfumuninn.

Viðhaltu félagslegum tengslum

Fólk sem er mjög annríkt á það til að vanrækja vinina. En rannsóknir hafa sýnt að félagsleg samskipti eru afar mikilvæg í lífi okkar og eru streituminnkandi. Það þarf ekki að vera flókið, bara að taka upp tólið og hringja í vin.

Stattu með sjálfum þér

Margir eiga það til að vilja geðjast öllum. Þeir eru líklegri til þess að upplifa kulnun. Reyndu að setja þér mörk og lærðu að segja nei.

Hugleiddu dag hvern

Rannsóknir hafa leitt í ljós að þeir sem stunda reglulega hugleiðslu eru ólíklegri til þess að bregðast illa við streituvaldandi aðstæðum.

Byrjaðu á einhverju einu

Það getur verið yfirþyrmandi að ætla að breyta venjum sínum á einum degi. Taktu fyrir einn hlut í einu eins og til dæmis að gefa þér tíma til þess að borða næringarríkan morgunverð.

Minnkaðu áfengisneysluna

Skerðu hægt og rólega niður áfengisneysluna. Hættu til dæmis að fá þér vínglas ef þú ert bara heima um helgar að gera ekki neitt. Hægfara breytingar eru bestar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál